Borða með puttunum á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2024 21:04 Friðrik Pálsson á Hótel Rangá, sem segir uppátækið í hellunum við Hellu hafa algjörlega slegið í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands. Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira