Leiðinlegt þegar hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2024 19:10 Pétur H. Ármannsson er arkitekt og segir almennt leiðinlegt þegar hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andsæðum enda fari þau sjónarmið saman. vísir Arkitekt segir leiðinlegt þegar sjónarmiðum um hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum í tali um framkvæmdir og gefur lítið fyrir athugasemdir þingmanna sem gagnrýna óþarfa flottheit við byggingu Fossvogsbrúar. Nú þegar styttist í að Fossvogsbrúin verði byggð spyrja tveir þingmenn að því hvort brúin þurfi virkilega að vera hönnunarbrú. Áleitin spurning sem Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason velta upp í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni. Þar segja þeir að leiða megi líkum að því að óþarfa flottheit við hönnun og byggingu brúa yfir Ölfusá og Fossvog kosti aukalega 11 til 12 milljarða. Þeir segja Fossvogsbrúna mikilvægan hluta af uppbyggingu almenningssamgangna en spyrja hvers vegna hún þurfi að vera svokölluð hönnunarbrú. „Það gildir nú um brýr eins og önnur mannvirki að ef þau eiga að takast vel þá er óhjákvæmilegt að þau séu vel hönnuð. Það er eins og það séu einhverjar tvær andstæður, annars vegar að brúin eða mannvirkið sé hagkvæmt í byggingu og notadrjúgt og hins vegar að það sé fallegt, að það geti ekki farið saman,“ segir Pétur H. Ármannsson, arkitekt. Klippa: Leiðinlegt þegar hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum Auðvitað fari þessir þættir saman enda sé það viðfangsefni hönnunar að sjá til þess að mannvirki eins og brýr séu bæði falleg, falli vel að umhverfinu og hagkvæm. „Ísland á mjög fína sögu yfir fallegar brýr. Hvítárbrúin í Borgarfirði frá 1930, Fnjóskárbrúin, gamla Þjórsárbrúin og Ölfusárbrúin. Þetta eru allt saman mannvirki sem eru virkilega vel hönnuð og falla vel að umhverfinu og eru búin að sanna sig í tímann. Að sjálfsögðu á það sem við byggjum í dag að uppfylla sömu kröfur.“ Þingmennirnir taka Borgarfjarðarbrú sem dæmi um skynsamlega framkvæmd, segja hana þjóna vel sínum tilgangi og að enginn kvarti yfir því að hún sé ekki nægilega falleg. „Mér finnst þetta bara vera leiðinlegt tal því þarna er verið að tala niður mikilvægan þátt í okkar menningu og einmitt þetta eins og að hagkvæmni og fegurð séu einhverjar aðstæður, hönnun felst einmitt í því að sameina þetta tvennt.“ Arkitektúr Umhverfismál Skipulag Reykjavík Kópavogur Borgarlína Fossvogsbrú Tengdar fréttir Telur galla í hönnun Fossvogsbrúarinnar Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða. 22. nóvember 2023 07:01 Fossvogsbrúin „fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði“ Vegagerðin og Landssamtök hjólreiðamanna segja núverandi hönnun Fossvogsbrúarinnar tryggja öryggi og skjól hjólreiðamanna. Það þurfi ekki að breyta hönnun brúarinnar eins og byggingarverkfræðingur vill gera svo gangandi geti notið sólarlags og útsýnis betur. 24. nóvember 2023 07:00 Fossvogsbrú á minn hátt Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga. 30. nóvember 2023 16:01 Vegagerð á villigötum Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. 6. febrúar 2024 11:01 Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. 23. febrúar 2024 20:30 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Nú þegar styttist í að Fossvogsbrúin verði byggð spyrja tveir þingmenn að því hvort brúin þurfi virkilega að vera hönnunarbrú. Áleitin spurning sem Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason velta upp í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni. Þar segja þeir að leiða megi líkum að því að óþarfa flottheit við hönnun og byggingu brúa yfir Ölfusá og Fossvog kosti aukalega 11 til 12 milljarða. Þeir segja Fossvogsbrúna mikilvægan hluta af uppbyggingu almenningssamgangna en spyrja hvers vegna hún þurfi að vera svokölluð hönnunarbrú. „Það gildir nú um brýr eins og önnur mannvirki að ef þau eiga að takast vel þá er óhjákvæmilegt að þau séu vel hönnuð. Það er eins og það séu einhverjar tvær andstæður, annars vegar að brúin eða mannvirkið sé hagkvæmt í byggingu og notadrjúgt og hins vegar að það sé fallegt, að það geti ekki farið saman,“ segir Pétur H. Ármannsson, arkitekt. Klippa: Leiðinlegt þegar hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum Auðvitað fari þessir þættir saman enda sé það viðfangsefni hönnunar að sjá til þess að mannvirki eins og brýr séu bæði falleg, falli vel að umhverfinu og hagkvæm. „Ísland á mjög fína sögu yfir fallegar brýr. Hvítárbrúin í Borgarfirði frá 1930, Fnjóskárbrúin, gamla Þjórsárbrúin og Ölfusárbrúin. Þetta eru allt saman mannvirki sem eru virkilega vel hönnuð og falla vel að umhverfinu og eru búin að sanna sig í tímann. Að sjálfsögðu á það sem við byggjum í dag að uppfylla sömu kröfur.“ Þingmennirnir taka Borgarfjarðarbrú sem dæmi um skynsamlega framkvæmd, segja hana þjóna vel sínum tilgangi og að enginn kvarti yfir því að hún sé ekki nægilega falleg. „Mér finnst þetta bara vera leiðinlegt tal því þarna er verið að tala niður mikilvægan þátt í okkar menningu og einmitt þetta eins og að hagkvæmni og fegurð séu einhverjar aðstæður, hönnun felst einmitt í því að sameina þetta tvennt.“
Arkitektúr Umhverfismál Skipulag Reykjavík Kópavogur Borgarlína Fossvogsbrú Tengdar fréttir Telur galla í hönnun Fossvogsbrúarinnar Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða. 22. nóvember 2023 07:01 Fossvogsbrúin „fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði“ Vegagerðin og Landssamtök hjólreiðamanna segja núverandi hönnun Fossvogsbrúarinnar tryggja öryggi og skjól hjólreiðamanna. Það þurfi ekki að breyta hönnun brúarinnar eins og byggingarverkfræðingur vill gera svo gangandi geti notið sólarlags og útsýnis betur. 24. nóvember 2023 07:00 Fossvogsbrú á minn hátt Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga. 30. nóvember 2023 16:01 Vegagerð á villigötum Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. 6. febrúar 2024 11:01 Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. 23. febrúar 2024 20:30 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Telur galla í hönnun Fossvogsbrúarinnar Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða. 22. nóvember 2023 07:01
Fossvogsbrúin „fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði“ Vegagerðin og Landssamtök hjólreiðamanna segja núverandi hönnun Fossvogsbrúarinnar tryggja öryggi og skjól hjólreiðamanna. Það þurfi ekki að breyta hönnun brúarinnar eins og byggingarverkfræðingur vill gera svo gangandi geti notið sólarlags og útsýnis betur. 24. nóvember 2023 07:00
Fossvogsbrú á minn hátt Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga. 30. nóvember 2023 16:01
Vegagerð á villigötum Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. 6. febrúar 2024 11:01
Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. 23. febrúar 2024 20:30