„Við viljum stöðva þessa þróun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2024 20:00 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist líta þessa óheillaþróun alvarlegum augum. Vísir/EinarÁrnason Banaslysið í Borgarfirði í gær var það ellefta sem varð í umferðinni það sem af er ári. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að horfa þurfi fimm ár aftur í tímann til að sjá tveggja stafa tölu yfir banaslys. Í tilkynningu frá lögreglu segir að banaslysið hafi orðið á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður fólksbíls lést eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en flytja þurfti bæði ökumann og farþega jeppans með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítala. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. „Það hafa hræðilega margir látist í umferðinni það sem af er ári og við viljum að sjálfsögðu ekki sjá þessa þróun halda áfram. Árið byrjaði illa og hefur ekki farið batnandi,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ellefu banaslys hafa nú orðið það sem af er ári. „Við erum í rauninni að horfa á afturhvarf sirka fimm ár aftur í tímann, þá vorum við með tveggja stafa tölu yfir látna í umferðinni á hverju ári í nokkur ár en þetta höfum við ekki séð síðan 2018. Við höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og teljum að þurfi að skoða sérstaklega með hvaða hætti við getum brugðist við.“ Þórhildur segir áskoranirnar í umferðinni mun fjölbreyttari en áður. „Það er að sjálfsögðu þessi tækni, farsímanotkunin. Ferðafólki hefur fjölgað gríðarlega og það eru miklu fleiri á ferðinni úti á vegum, það er annað, og svo eru það fjölbreyttari ferðamátar og allt kallar þetta á enn meiri aðgát.“ Heildarfjöldi banaslysa var 18 árið 2018, en á bilinu sex til níu frá 2020-2022. Þá létust átta í umferðinni í fyrra. „Í dag er 10. júní og við vitum að ellefu manneskjur hafa látið lífið í umferðinni á Íslandi. Við viljum stöðva þessa þróun.“ Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. 27 daga frostlausum kafla lokið Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu segir að banaslysið hafi orðið á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður fólksbíls lést eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en flytja þurfti bæði ökumann og farþega jeppans með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítala. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. „Það hafa hræðilega margir látist í umferðinni það sem af er ári og við viljum að sjálfsögðu ekki sjá þessa þróun halda áfram. Árið byrjaði illa og hefur ekki farið batnandi,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ellefu banaslys hafa nú orðið það sem af er ári. „Við erum í rauninni að horfa á afturhvarf sirka fimm ár aftur í tímann, þá vorum við með tveggja stafa tölu yfir látna í umferðinni á hverju ári í nokkur ár en þetta höfum við ekki séð síðan 2018. Við höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og teljum að þurfi að skoða sérstaklega með hvaða hætti við getum brugðist við.“ Þórhildur segir áskoranirnar í umferðinni mun fjölbreyttari en áður. „Það er að sjálfsögðu þessi tækni, farsímanotkunin. Ferðafólki hefur fjölgað gríðarlega og það eru miklu fleiri á ferðinni úti á vegum, það er annað, og svo eru það fjölbreyttari ferðamátar og allt kallar þetta á enn meiri aðgát.“ Heildarfjöldi banaslysa var 18 árið 2018, en á bilinu sex til níu frá 2020-2022. Þá létust átta í umferðinni í fyrra. „Í dag er 10. júní og við vitum að ellefu manneskjur hafa látið lífið í umferðinni á Íslandi. Við viljum stöðva þessa þróun.“
Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. 27 daga frostlausum kafla lokið Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22
Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32