„Við viljum stöðva þessa þróun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2024 20:00 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist líta þessa óheillaþróun alvarlegum augum. Vísir/EinarÁrnason Banaslysið í Borgarfirði í gær var það ellefta sem varð í umferðinni það sem af er ári. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að horfa þurfi fimm ár aftur í tímann til að sjá tveggja stafa tölu yfir banaslys. Í tilkynningu frá lögreglu segir að banaslysið hafi orðið á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður fólksbíls lést eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en flytja þurfti bæði ökumann og farþega jeppans með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítala. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. „Það hafa hræðilega margir látist í umferðinni það sem af er ári og við viljum að sjálfsögðu ekki sjá þessa þróun halda áfram. Árið byrjaði illa og hefur ekki farið batnandi,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ellefu banaslys hafa nú orðið það sem af er ári. „Við erum í rauninni að horfa á afturhvarf sirka fimm ár aftur í tímann, þá vorum við með tveggja stafa tölu yfir látna í umferðinni á hverju ári í nokkur ár en þetta höfum við ekki séð síðan 2018. Við höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og teljum að þurfi að skoða sérstaklega með hvaða hætti við getum brugðist við.“ Þórhildur segir áskoranirnar í umferðinni mun fjölbreyttari en áður. „Það er að sjálfsögðu þessi tækni, farsímanotkunin. Ferðafólki hefur fjölgað gríðarlega og það eru miklu fleiri á ferðinni úti á vegum, það er annað, og svo eru það fjölbreyttari ferðamátar og allt kallar þetta á enn meiri aðgát.“ Heildarfjöldi banaslysa var 18 árið 2018, en á bilinu sex til níu frá 2020-2022. Þá létust átta í umferðinni í fyrra. „Í dag er 10. júní og við vitum að ellefu manneskjur hafa látið lífið í umferðinni á Íslandi. Við viljum stöðva þessa þróun.“ Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Árekstur á Rangárvallarvegi Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu segir að banaslysið hafi orðið á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður fólksbíls lést eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en flytja þurfti bæði ökumann og farþega jeppans með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítala. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. „Það hafa hræðilega margir látist í umferðinni það sem af er ári og við viljum að sjálfsögðu ekki sjá þessa þróun halda áfram. Árið byrjaði illa og hefur ekki farið batnandi,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ellefu banaslys hafa nú orðið það sem af er ári. „Við erum í rauninni að horfa á afturhvarf sirka fimm ár aftur í tímann, þá vorum við með tveggja stafa tölu yfir látna í umferðinni á hverju ári í nokkur ár en þetta höfum við ekki séð síðan 2018. Við höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og teljum að þurfi að skoða sérstaklega með hvaða hætti við getum brugðist við.“ Þórhildur segir áskoranirnar í umferðinni mun fjölbreyttari en áður. „Það er að sjálfsögðu þessi tækni, farsímanotkunin. Ferðafólki hefur fjölgað gríðarlega og það eru miklu fleiri á ferðinni úti á vegum, það er annað, og svo eru það fjölbreyttari ferðamátar og allt kallar þetta á enn meiri aðgát.“ Heildarfjöldi banaslysa var 18 árið 2018, en á bilinu sex til níu frá 2020-2022. Þá létust átta í umferðinni í fyrra. „Í dag er 10. júní og við vitum að ellefu manneskjur hafa látið lífið í umferðinni á Íslandi. Við viljum stöðva þessa þróun.“
Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Árekstur á Rangárvallarvegi Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22
Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32