Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 14:22 Samgöngustofa lítur fjölda látinna í umferðinni það sem af er ári alvarlegum augum. Vísir/Arnar Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28