Færeyskir atvinnurekendur segjast hafðir að spotti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 11:57 Félag færeyskra atvinnurekenda segir verkalýðsfélögin skorta samningsvilja. Getty/Maja Hitij Atvinnurekendur í Færeyjum segjast hafðir að háði og spotti af verkalýðsfélögum þar í landi. Freistað var að binda enda á margra vikna verkfall á fundi með sáttasemjara í gær en án árangurs. Verkalýðsfélögin segjast tilbúin að auka þrýstingin en ástandið versnar með hverjum deginum sem líður. Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Færeyjar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna.
Færeyjar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira