Íbúar óánægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júní 2024 15:00 Íbúar Úlfarsársdalar og Grafarholts telja nú um níu þúsund manns en þeir eru án matvöruverslunar næstu vikurnar. Vísir/Vilhelm Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Þurfa því íbúar í hverfinu að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Ekki er búið að tilkynna hvenær verslunin opnar aftur en ljóst er að hún verður lokuð í nokkrar vikur. Hjörtur Rúnar Guðmundsson, íbúi í hverfinu frá árinu 2004, bendir á að þetta þyrfti ekki að vera svona en Hagar hafa lýst yfir áhuga að opna Bónusverslun við Bauhaus sem er í grennd við Úlfarsárdal. Þorvaldur Þorláksson, forstöðumaður fasteigna og þróunar hjá Högum, segir í samtali við Vísi að aðalskipulag Reykjavíkur komi í veg fyrir að Bónusverslunin verði að veruleika. Skipulag borgarinnar kemur í veg fyrir matvöruverslun Þorvaldur bendir á að í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir verslun sem er 700 fermetrar eða minni inn í hverfinu. Hagar vilja þó reisa mun stærri verslun við stofnbraut til að þjónusta íbúa með sem bestum hætti. „Til þess að reka nýja verslun á nýju svæði þarftu að hafa matvöruleyfi á viðkomandi stað. Í skipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að verslanir séu inn í hverfum og séu 700 fermetrar eða minni. Það eru minni einingar en við höfum almennt verið með.“ Hann tekur fram að Hagar hafi mikinn áhuga að reisa verslun á svæðinu en að til þess þurfi heimild að vera til staðar. „Það liggur enginn vafi á því að við erum að leita að húsnæði þarna og erum mjög áhugasamir um það eftir að versluninni við Korputorg var lokað en það er aðalskipulag Reykjavíkurborgar sem kemur í veg fyrir það,“ segir Þorvaldur. Reykjavíkurborg föst í fortíðinni Hann segir íbúa í hverfinu hafa lýst yfir miklum áhuga fyrir verslun á svæðinu. Hjörtur Rúnar er einn af þeim íbúum. Hann segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg þurfi að losa sig við hugmyndir um kaupmanninn á horninu sem séu sveipaðar fortíðarþrá og þannig vinna í takt við tímann. „Borgin þarf að útskýra af hverju þeir leggja svona mikla áherslu á kaupmanninn á horninu þegar enginn kaupmaður vill verða það. Þetta eru liðnir tímar.“ Hann segir að borgin leggi of mikla áherslu á að hverfi byggist upp á það sé nærþjónusta í hverfinu og fólk geti þannig gengið í búðina. „Það er búið að prufa þetta og þetta gengur ekki. Þetta gengur kannski í Melabúðinni þar sem það eru einhverjir fimm þúsund stúdentar að versla eitthvað “ Fólk vill ekki borga 400 krónur fyrir mjólk Hann tekur fram að það hafi áður verið hverfisverslanir í hverfinu en að þær verslanir hafi komið og farið vegna þess að reksturinn gengur ekki. „Fólk er einfaldlega ekki að fara borga 400 krónur fyrir mjólkurlítra,“ segir hann. Spurður hvort að Krónu verslunin í Grafarholti nægi fyrir þarfir íbúa þegar hún opnar aftur síðar í sumar svarar Hjörtur því neitandi. Hann bendir á að verslunin sé tiltölulega lítil og að vöruúrvalið þar sé ekki sambærilegt miðað við aðrar Krónu verslanir. Hann bendir jafnframt á að lítið sé um bílastæði við verslunina og að þau fyllist fljótt. Hann bætir við að oft myndist mikil örtröð á svæðinu þegar eitthvað er um að vera í veislusalnum Gullhömrum fyrir ofan Krónuna en þá er nær ómögulegt að finna stæði við verslunina. Hann segir eitthvað vera um að vera í Gullhömrum reglulega og nefnir þar sérstaklega erfðadrykkjur eða afmæli sem eru gjarnan á virkum dögum á háannatíma þegar flestir fara að kaupa í matinn. Í andstöðu við stefnu borgarinnar Hjörtur segir einnig að það væri frábært fyrir íbúa að geta valið á milli þess að versla við Krónuna eða Bónus í nærumhverfi sínu og að samkeppni á svæðinu sé nauðsynleg. Hann bendir jafnframt á að þessi stefna Reykjavíkurborgar sé í raun í andstöðu við gildi borgarinnar sem leggur áherslu á að minnka umferð og streitu íbúa. „Það sem maður skilur ekki er að borgin hefur þá stefnu að fólk noti bílinn sem minnst. Þarna í þessu tíu þúsund manna samfélagi er forsenda þess að draga úr umferð að í nærumhverfinu er gott aðgengi að matvöruverslunum. Það fer ekki saman hljóð og mynd.“ Reykjavík Hagar Verslun Matvöruverslun Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Þurfa því íbúar í hverfinu að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Ekki er búið að tilkynna hvenær verslunin opnar aftur en ljóst er að hún verður lokuð í nokkrar vikur. Hjörtur Rúnar Guðmundsson, íbúi í hverfinu frá árinu 2004, bendir á að þetta þyrfti ekki að vera svona en Hagar hafa lýst yfir áhuga að opna Bónusverslun við Bauhaus sem er í grennd við Úlfarsárdal. Þorvaldur Þorláksson, forstöðumaður fasteigna og þróunar hjá Högum, segir í samtali við Vísi að aðalskipulag Reykjavíkur komi í veg fyrir að Bónusverslunin verði að veruleika. Skipulag borgarinnar kemur í veg fyrir matvöruverslun Þorvaldur bendir á að í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir verslun sem er 700 fermetrar eða minni inn í hverfinu. Hagar vilja þó reisa mun stærri verslun við stofnbraut til að þjónusta íbúa með sem bestum hætti. „Til þess að reka nýja verslun á nýju svæði þarftu að hafa matvöruleyfi á viðkomandi stað. Í skipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að verslanir séu inn í hverfum og séu 700 fermetrar eða minni. Það eru minni einingar en við höfum almennt verið með.“ Hann tekur fram að Hagar hafi mikinn áhuga að reisa verslun á svæðinu en að til þess þurfi heimild að vera til staðar. „Það liggur enginn vafi á því að við erum að leita að húsnæði þarna og erum mjög áhugasamir um það eftir að versluninni við Korputorg var lokað en það er aðalskipulag Reykjavíkurborgar sem kemur í veg fyrir það,“ segir Þorvaldur. Reykjavíkurborg föst í fortíðinni Hann segir íbúa í hverfinu hafa lýst yfir miklum áhuga fyrir verslun á svæðinu. Hjörtur Rúnar er einn af þeim íbúum. Hann segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg þurfi að losa sig við hugmyndir um kaupmanninn á horninu sem séu sveipaðar fortíðarþrá og þannig vinna í takt við tímann. „Borgin þarf að útskýra af hverju þeir leggja svona mikla áherslu á kaupmanninn á horninu þegar enginn kaupmaður vill verða það. Þetta eru liðnir tímar.“ Hann segir að borgin leggi of mikla áherslu á að hverfi byggist upp á það sé nærþjónusta í hverfinu og fólk geti þannig gengið í búðina. „Það er búið að prufa þetta og þetta gengur ekki. Þetta gengur kannski í Melabúðinni þar sem það eru einhverjir fimm þúsund stúdentar að versla eitthvað “ Fólk vill ekki borga 400 krónur fyrir mjólk Hann tekur fram að það hafi áður verið hverfisverslanir í hverfinu en að þær verslanir hafi komið og farið vegna þess að reksturinn gengur ekki. „Fólk er einfaldlega ekki að fara borga 400 krónur fyrir mjólkurlítra,“ segir hann. Spurður hvort að Krónu verslunin í Grafarholti nægi fyrir þarfir íbúa þegar hún opnar aftur síðar í sumar svarar Hjörtur því neitandi. Hann bendir á að verslunin sé tiltölulega lítil og að vöruúrvalið þar sé ekki sambærilegt miðað við aðrar Krónu verslanir. Hann bendir jafnframt á að lítið sé um bílastæði við verslunina og að þau fyllist fljótt. Hann bætir við að oft myndist mikil örtröð á svæðinu þegar eitthvað er um að vera í veislusalnum Gullhömrum fyrir ofan Krónuna en þá er nær ómögulegt að finna stæði við verslunina. Hann segir eitthvað vera um að vera í Gullhömrum reglulega og nefnir þar sérstaklega erfðadrykkjur eða afmæli sem eru gjarnan á virkum dögum á háannatíma þegar flestir fara að kaupa í matinn. Í andstöðu við stefnu borgarinnar Hjörtur segir einnig að það væri frábært fyrir íbúa að geta valið á milli þess að versla við Krónuna eða Bónus í nærumhverfi sínu og að samkeppni á svæðinu sé nauðsynleg. Hann bendir jafnframt á að þessi stefna Reykjavíkurborgar sé í raun í andstöðu við gildi borgarinnar sem leggur áherslu á að minnka umferð og streitu íbúa. „Það sem maður skilur ekki er að borgin hefur þá stefnu að fólk noti bílinn sem minnst. Þarna í þessu tíu þúsund manna samfélagi er forsenda þess að draga úr umferð að í nærumhverfinu er gott aðgengi að matvöruverslunum. Það fer ekki saman hljóð og mynd.“
Reykjavík Hagar Verslun Matvöruverslun Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira