Lyfjarisinn veitir offitufræðslu: „Hvaðan á þetta að koma?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2024 07:01 Erla Gerður segir umfjöllun Novo nordisk faglega og fagnar henni, á meðan stjórnvöld séu sofandi á verðinum. vísir/getty Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Lyfjarisinn Novo nordisk, sem framleiðir lyfið, auglýsir fræðslusíðu um ofþyngd á samfélagsmiðlum, án þess að minnst sé á lyfið. Sérfræðingur segir greiðsluþátttökuskilyrði sjúkratrygginga of ströng. Seldar pakkningar af Ozempic lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. Mikil umræða hefur skapast undanfarið um lyfin í kjölfar þessarar aukningar. Þá sér í lagi varðandi fyrir hverja lyfin séu og hvernig þau skuli niðurgreidd af sjúkratryggingum Íslands. Þá hefur vefsíða á vegum danska lyfjafyrirtækisins Novo nordisk, framleiðanda Ozempic, ofþyngd.is vakið athygli. Þar er ekki minnst á lyfin, enda slíkar auglýsingar ekki leyfðar en ítarleg umfjöllun um ofþyngd má þar finna þar og eru lesendur hvattir til að fá „einstaklingsbundna meðferðaráætlun við offitu“. Nokkuð sem er á „gráu svæði“ að sögn viðmælenda Vísis. Greint var frá því fyrr á árinu að Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, hefði fengið greitt samtals 2,3 milljónir króna frá Novo nordisk á tveggja ára tímabili. Er það í tengslum við fyrirlestra á vegum fyrirtækisins. „Ég fagna vandaðri umfjöllun um offitu. Ef hún kemur frá fagfólki þá held ég að hún sé af því góða. Vissulega má ekki auglýsa lyf og ég hef hvergi séð það gert,“ segir Erla Gerður í samtali við Vísi, spurð út í vefsíðuna á vegum Novo nordisk. Hún spyr á móti: „Hvaðan á þetta að koma? Á meðan yfirvöld eru svolítið sofandi í þessum vanda. Hver á að veita fræðslu? Ég horfi á það þannig að á meðan vönduð fræðsla um offitu er til staðar, eigum við að skoða það vel. En það er vissulega mikið bull í gangi og þess vegna þarf að koma mótvægi. En það sem ég hef séð á þessari síðu er vönduð umfjöllun og ég er sátt við það. Best væri ef yfirvöld stæðu betur að þessu en ef það er enginn að gera það, þá erum við sennilega að horfa fram á verra ástand,“ segir Erla Gerður. Lyf sem ber að nota sem lyf Erla Gerður hefur ýmsar vangaveltur um lyfjanotkunina og greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Hún segir ljóst að stjórnvöld verði að taka skýrari stefnu varðandi notkun þessara lyfja. Hún ítrekar ákveðin grundvallaratriði: „Þetta eru lyf sem ber að nota eins og lyf. Þau eru að leiðrétta ákveðna truflun í ákveðnu ástandi og ekki ætluð fyrir heilbrigða líkama til þess að léttast og trufla þar kerfin. Það er gott að við séum með verkfæri en þau ber að nota rétt. Þá sé von á fleiri lyfjum á markað. Mikil gróska sé í rannsóknum á offitu. „Lyfin verða mun breiðvirkari en þau sem við höfum í dag. Við getum farið að vinna með truflun á þyngdastjórnunarkerfi líkamans á fleiri vegu. Bæði eru að koma fleiri lyf sem líkja eftir fleiri hormónum frá meltingarveginum og síðan lyf sem vinna beint inn í ákveðin stýrikerfi líkamsþyngdar í heilanum“ Stór hópur sem getur fengið lyfið „Ég fagna því að það séu til fleiri leiðir til þess að aðstoða einstaklinga sem eru með sjúkdóminn offitu,“ segir Erla sem gerir skýran greinarmun á sjúkdómnum offitu og megrunar- og útlitsdýrkandi iðnaði. Hún kveðst bjartsýn á áframhaldandi þróun. Um leið þurfi hins vegar að passa hverjir séu að nota lyfin. „Það verður að gera góða greiningu á undirliggjandi vanda og hvað við séum að meðhöndla. Þetta er ekki svo einfalt að það sé hægt að skella sér á lyf og krossa fingur.“ Lyfjunum má ávísa til fólks sem er í 30 í BMI-stuðli eða yfir, eða til þeirra sem eru með 27 og fylgikvilla, sem verður að teljast lágt. Sem dæmi er maður, sem er 180 sentímetrar á hæð og vegur 88 kílógrömm, í 27,2 í BMI. „Þetta er gríðarlega stór hópur miðað við að 30 prósent séu í hópi þeirra sem eru með offitu. Þannig þetta er mjög stór hópur sem læknar mega skrifa lyfið út fyrir.“ Það sé hins vegar ekki víst að læknar séu að skrifa lyfin út á ranga sjúklinga, þó það megi oftast undirbúa lyfjagjöf betur og fylgja henni betur eftir. „Það er ekki endilega við læknana eina að sakast, sem eru að reyna að gera sitt besta.“ Greiðsluþátttökuskilyrði séu ströng Hins vegar telur Erla greiðsluþátttökuskilyrði sjúkratrygginga gríðarlega ströng. Hún hafi lýst þeirri skoðun við ráðamenn sömuleiðis. Umrædd skilyrði felast í því að sjúklingur sé yfir 45 í BMI-stuðli og með lífsógnandi fylgikvilla sem ekki hafi tekist að vinna með, með öðrum hætti í að minnsta kosti sex mánuði. „Við erum oft að fara inn með lyfjameðferð allt of seint. Í mínum huga er þetta sambærilegt við það þegar það er búið að greina krabbamein en við ætlum ekki að stíga inn í með lyfjameðferð fyrr en meinið er búið að dreifa sér í að minnsta kosti tvö líffæri. Þetta heldur engu vatni með krabbamein en við erum að gera það sama með þennan sjúkdóm. Hún myndi því vilja skrifa út lyfin fyrr. „Einstaklingar með offitu hafa lengi búið við það viðhorf að þeir hafi komið sér í þetta ástand og þurfi að taka sig á. Mörg hafa lifað í fordómum og skömm. Ég held að við séum að komast út úr því ástandi, þannig að fólk sé að leita sér hjálpar, og það held ég að sé mjög af hinu góða,“ segir Erla Gerður. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Sjá meira
Seldar pakkningar af Ozempic lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. Mikil umræða hefur skapast undanfarið um lyfin í kjölfar þessarar aukningar. Þá sér í lagi varðandi fyrir hverja lyfin séu og hvernig þau skuli niðurgreidd af sjúkratryggingum Íslands. Þá hefur vefsíða á vegum danska lyfjafyrirtækisins Novo nordisk, framleiðanda Ozempic, ofþyngd.is vakið athygli. Þar er ekki minnst á lyfin, enda slíkar auglýsingar ekki leyfðar en ítarleg umfjöllun um ofþyngd má þar finna þar og eru lesendur hvattir til að fá „einstaklingsbundna meðferðaráætlun við offitu“. Nokkuð sem er á „gráu svæði“ að sögn viðmælenda Vísis. Greint var frá því fyrr á árinu að Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, hefði fengið greitt samtals 2,3 milljónir króna frá Novo nordisk á tveggja ára tímabili. Er það í tengslum við fyrirlestra á vegum fyrirtækisins. „Ég fagna vandaðri umfjöllun um offitu. Ef hún kemur frá fagfólki þá held ég að hún sé af því góða. Vissulega má ekki auglýsa lyf og ég hef hvergi séð það gert,“ segir Erla Gerður í samtali við Vísi, spurð út í vefsíðuna á vegum Novo nordisk. Hún spyr á móti: „Hvaðan á þetta að koma? Á meðan yfirvöld eru svolítið sofandi í þessum vanda. Hver á að veita fræðslu? Ég horfi á það þannig að á meðan vönduð fræðsla um offitu er til staðar, eigum við að skoða það vel. En það er vissulega mikið bull í gangi og þess vegna þarf að koma mótvægi. En það sem ég hef séð á þessari síðu er vönduð umfjöllun og ég er sátt við það. Best væri ef yfirvöld stæðu betur að þessu en ef það er enginn að gera það, þá erum við sennilega að horfa fram á verra ástand,“ segir Erla Gerður. Lyf sem ber að nota sem lyf Erla Gerður hefur ýmsar vangaveltur um lyfjanotkunina og greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Hún segir ljóst að stjórnvöld verði að taka skýrari stefnu varðandi notkun þessara lyfja. Hún ítrekar ákveðin grundvallaratriði: „Þetta eru lyf sem ber að nota eins og lyf. Þau eru að leiðrétta ákveðna truflun í ákveðnu ástandi og ekki ætluð fyrir heilbrigða líkama til þess að léttast og trufla þar kerfin. Það er gott að við séum með verkfæri en þau ber að nota rétt. Þá sé von á fleiri lyfjum á markað. Mikil gróska sé í rannsóknum á offitu. „Lyfin verða mun breiðvirkari en þau sem við höfum í dag. Við getum farið að vinna með truflun á þyngdastjórnunarkerfi líkamans á fleiri vegu. Bæði eru að koma fleiri lyf sem líkja eftir fleiri hormónum frá meltingarveginum og síðan lyf sem vinna beint inn í ákveðin stýrikerfi líkamsþyngdar í heilanum“ Stór hópur sem getur fengið lyfið „Ég fagna því að það séu til fleiri leiðir til þess að aðstoða einstaklinga sem eru með sjúkdóminn offitu,“ segir Erla sem gerir skýran greinarmun á sjúkdómnum offitu og megrunar- og útlitsdýrkandi iðnaði. Hún kveðst bjartsýn á áframhaldandi þróun. Um leið þurfi hins vegar að passa hverjir séu að nota lyfin. „Það verður að gera góða greiningu á undirliggjandi vanda og hvað við séum að meðhöndla. Þetta er ekki svo einfalt að það sé hægt að skella sér á lyf og krossa fingur.“ Lyfjunum má ávísa til fólks sem er í 30 í BMI-stuðli eða yfir, eða til þeirra sem eru með 27 og fylgikvilla, sem verður að teljast lágt. Sem dæmi er maður, sem er 180 sentímetrar á hæð og vegur 88 kílógrömm, í 27,2 í BMI. „Þetta er gríðarlega stór hópur miðað við að 30 prósent séu í hópi þeirra sem eru með offitu. Þannig þetta er mjög stór hópur sem læknar mega skrifa lyfið út fyrir.“ Það sé hins vegar ekki víst að læknar séu að skrifa lyfin út á ranga sjúklinga, þó það megi oftast undirbúa lyfjagjöf betur og fylgja henni betur eftir. „Það er ekki endilega við læknana eina að sakast, sem eru að reyna að gera sitt besta.“ Greiðsluþátttökuskilyrði séu ströng Hins vegar telur Erla greiðsluþátttökuskilyrði sjúkratrygginga gríðarlega ströng. Hún hafi lýst þeirri skoðun við ráðamenn sömuleiðis. Umrædd skilyrði felast í því að sjúklingur sé yfir 45 í BMI-stuðli og með lífsógnandi fylgikvilla sem ekki hafi tekist að vinna með, með öðrum hætti í að minnsta kosti sex mánuði. „Við erum oft að fara inn með lyfjameðferð allt of seint. Í mínum huga er þetta sambærilegt við það þegar það er búið að greina krabbamein en við ætlum ekki að stíga inn í með lyfjameðferð fyrr en meinið er búið að dreifa sér í að minnsta kosti tvö líffæri. Þetta heldur engu vatni með krabbamein en við erum að gera það sama með þennan sjúkdóm. Hún myndi því vilja skrifa út lyfin fyrr. „Einstaklingar með offitu hafa lengi búið við það viðhorf að þeir hafi komið sér í þetta ástand og þurfi að taka sig á. Mörg hafa lifað í fordómum og skömm. Ég held að við séum að komast út úr því ástandi, þannig að fólk sé að leita sér hjálpar, og það held ég að sé mjög af hinu góða,“ segir Erla Gerður.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Sjá meira