„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 15:33 Álfrún Lind er dúx MR árið 2024. aðsend Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. Álfrún útskrifaðist með 9,765 í meðaleinkunn af náttúrufræðideild I en semidúx skólans var Inga Margrét Bragadóttir sem útskrifaðist með 9,761 af eðlisfræðideild II. Reikna þurfti meðaltöl þeirra upp á þriðja aukastaf til að fá úr því skorið. „Ég trúði þessu varla, var hissa og eiginlega í sjokki. Nokkrum mínútum seinna þurfti ég að snúa mér að vinkonu minni bara til að spyrja: „var þetta í alvöru að nafnið mitt, sem þau kölluðu, eða var ég að ímynda mér þetta?“, ég þurfti bara staðfestingu,“ segir Álfrún í samtali við fréttastofu. Þá liggur beinast við að spyrja hvernig maður fari að því að dúxa MR. Álfrún nefnir það klassíska; að skipuleggja sig og vinna jafnt og þétt sem virðist algjör lykill margra dúxa. Fleira kemur hins vegar til: „Ég þekki líka minn námsstíl mjög vel, hvað hentar mér við lærdóm. Við meðtökum upplýsingar á mjög ólíkan hátt þannig það er mikilvægt að þekkja sinn eigin námsmann. Svo að hafa áhuga á því sem maður er að læra, það gerir allt mun auðveldara.“ Úr verklegum tíma í efnafræði.aðsend Á hefðbundnum degi var Álfrún vön því að mæta fyrr í skólann, um hálftíma, til þess að undirbúa daginn og heimanámið. „Kannski einhver stærðfræðidæmi. Þannig ég nýtti tímann mjög vel í skólanum. Þegar ég kom heim gaf ég mér yfirleitt pásu, ég vildi ekki klára skóladaginn og fara svo beint að læra en ég vildi heldur ekki læra eftir klukkan átta til níu á kvöldin. Þá gat ég átt kvöldin til að njóta og gera eitthvað annað.“ Bekkurinn á fiðluballinu.aðsend Álfrún er því ekki að glíma við einbeitingarskort með tilheyrandi símahangsi. „Ég hugsa frekar að ég drífi í þessu þannig að ég geti farið í símann án sektarkenndar. Þá er ég búin með allt og get frekar notið þess að eiga frítíma. Ég vil ekki vera með heimavinnuna hangandi yfir mér.“ Tolleringar á busadaginn.aðsend Bekkjarfélögum og kennurum mun Álfrún sakna. Tilfinningin að klára MR er góð þó ég það sé pínu sorg líka. Kennarar og starfsfólk eru í miklum metum hjá Álfrúnu og helstu viðburðirnir standa upp úr; busavikan, fiðluballið og tolleringar. Vaknaði klukkan sex degi fyrir próf Stúdentsprófin voru keyrsla. „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Álfrún. „Ég vaknaði alltaf átta og lærði fram á kvöld. Svo daginn fyrir stúdentspróf vaknaði ég klukkan sex til að fara yfir allt efnið einu sinni enn fyrir próf.“ Tímaglósurnar skipta máli. Sömuleiðis ljómar Álfrún helstu atriði í mismunandi litum eftir köflum. „Ég er með gott lesminni þannig ég les aftur og aftur. Sama með stærðfræðidæmin, ég reikna og reikna enda er prófið upp úr blessuðum dæmunum.“ Uppáhaldsfögin voru líffræði, lífræn efnafræði og efnafræði. Hún stefnir enda á læknisfræðinám í haust. „Mér finnst ótrúlega áhugavert að læra meira um líkamann sem er flókinn og merkilegur. Mig langar að læra hvernig þetta allt virkar, hvers vegna við þjáumst af sjúkdómum. Það er heillandi að nýta þekkingu til að hjálpa öðrum,“ segir Álfrún Lind að lokum. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Álfrún útskrifaðist með 9,765 í meðaleinkunn af náttúrufræðideild I en semidúx skólans var Inga Margrét Bragadóttir sem útskrifaðist með 9,761 af eðlisfræðideild II. Reikna þurfti meðaltöl þeirra upp á þriðja aukastaf til að fá úr því skorið. „Ég trúði þessu varla, var hissa og eiginlega í sjokki. Nokkrum mínútum seinna þurfti ég að snúa mér að vinkonu minni bara til að spyrja: „var þetta í alvöru að nafnið mitt, sem þau kölluðu, eða var ég að ímynda mér þetta?“, ég þurfti bara staðfestingu,“ segir Álfrún í samtali við fréttastofu. Þá liggur beinast við að spyrja hvernig maður fari að því að dúxa MR. Álfrún nefnir það klassíska; að skipuleggja sig og vinna jafnt og þétt sem virðist algjör lykill margra dúxa. Fleira kemur hins vegar til: „Ég þekki líka minn námsstíl mjög vel, hvað hentar mér við lærdóm. Við meðtökum upplýsingar á mjög ólíkan hátt þannig það er mikilvægt að þekkja sinn eigin námsmann. Svo að hafa áhuga á því sem maður er að læra, það gerir allt mun auðveldara.“ Úr verklegum tíma í efnafræði.aðsend Á hefðbundnum degi var Álfrún vön því að mæta fyrr í skólann, um hálftíma, til þess að undirbúa daginn og heimanámið. „Kannski einhver stærðfræðidæmi. Þannig ég nýtti tímann mjög vel í skólanum. Þegar ég kom heim gaf ég mér yfirleitt pásu, ég vildi ekki klára skóladaginn og fara svo beint að læra en ég vildi heldur ekki læra eftir klukkan átta til níu á kvöldin. Þá gat ég átt kvöldin til að njóta og gera eitthvað annað.“ Bekkurinn á fiðluballinu.aðsend Álfrún er því ekki að glíma við einbeitingarskort með tilheyrandi símahangsi. „Ég hugsa frekar að ég drífi í þessu þannig að ég geti farið í símann án sektarkenndar. Þá er ég búin með allt og get frekar notið þess að eiga frítíma. Ég vil ekki vera með heimavinnuna hangandi yfir mér.“ Tolleringar á busadaginn.aðsend Bekkjarfélögum og kennurum mun Álfrún sakna. Tilfinningin að klára MR er góð þó ég það sé pínu sorg líka. Kennarar og starfsfólk eru í miklum metum hjá Álfrúnu og helstu viðburðirnir standa upp úr; busavikan, fiðluballið og tolleringar. Vaknaði klukkan sex degi fyrir próf Stúdentsprófin voru keyrsla. „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Álfrún. „Ég vaknaði alltaf átta og lærði fram á kvöld. Svo daginn fyrir stúdentspróf vaknaði ég klukkan sex til að fara yfir allt efnið einu sinni enn fyrir próf.“ Tímaglósurnar skipta máli. Sömuleiðis ljómar Álfrún helstu atriði í mismunandi litum eftir köflum. „Ég er með gott lesminni þannig ég les aftur og aftur. Sama með stærðfræðidæmin, ég reikna og reikna enda er prófið upp úr blessuðum dæmunum.“ Uppáhaldsfögin voru líffræði, lífræn efnafræði og efnafræði. Hún stefnir enda á læknisfræðinám í haust. „Mér finnst ótrúlega áhugavert að læra meira um líkamann sem er flókinn og merkilegur. Mig langar að læra hvernig þetta allt virkar, hvers vegna við þjáumst af sjúkdómum. Það er heillandi að nýta þekkingu til að hjálpa öðrum,“ segir Álfrún Lind að lokum.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira