VG geti ekki gefið meiri afslátt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2024 13:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna og fulltrúi flokksins í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira