„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 09:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur fólk á Íslandi í „búbblu“ hvað varðar stuðning Íslands við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04
Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52