Margir eiga inni vaxtastuðning frá skattinum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 22:23 Himinháir vextir eru á fasteignalánum landsmanna þessi misserin Vísir/Vilhelm Landsmenn eiga margir rétt á vaxtastuðningi frá skattinum, sem greiddur verður inn á íbúðalán. Vaxtastuðningurinn er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var við undirritun kjarasamninganna í mars 2024. Um er að ræða sérstakan stuðning sem aðeins verður greiddur á árinu 2024. Á álagningarseðli skattsins er ábending birt hjá þeim sem eiga möguleika á stuðningnum. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtalinu. Þeir sem eiga rétt á styrknum þurfa að tilgreina á þjónustusíðu skattsins inn á hvaða lán skuli greiða. Þetta skal gert á tímabilinu 1.-30. júní, en ef ekkert er valið verður fjárhæðin greidd inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvarnar samkvæmt skattframtali. Útreikningur Stofn til útreiknings er 23% af vaxtagjöldum af lánum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það eru vaxtagjöld í reitum 166 og/eða 87 í kafla 5.1 og 5.2 á skattframtali. Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Einnig dragast frá 4% af tekjustofni sem er umfram 6.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 9.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Sérstakur vaxtastuðningur getur að hámarki orðið 150.000 kr. hjá einhleypingi, 200.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 250.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Lágmarksfjárhæð er 5.000 kr. Ef reiknaður vaxtastuðningur er lægri, fellur hann niður. Hjá þeim sem skattskyldir eru á Íslandi hluta úr ári ákvarðast fjárhæðin í hlutfalli við dvalartíma á Íslandi á árinu 2023. Sérstakur vaxtastuðningur telst ekki til skattskyldra tekna og honum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum. Sjá nánar á heimasíðu Skattsins, og í lögunum sem samþykkt voru á Alþingi 30. apríl. „Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó!“ DV greinir frá því að mörgum hafi liðið eins og þau hafi unnið í lottói, þegar þau fengu þessar óvæntu gleðifréttir. Þá segir Margrét Erla Maack við DV, „200.000 kall!!! Lottóvinningur dagsins! Ég fann þetta ekki í tölvunni en var no problem í símanum.“ Katla Hreiðarsdóttir vakti einnig athygli vina sinna á þessu á Facebook-síðu sinni, og segir að hún og maður hennar hafi verið heppinn. Eiríkur Þór Hafdal skrifar þá athugasemd og segir „Neihh heyrðu. Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó haha.“ Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Um er að ræða sérstakan stuðning sem aðeins verður greiddur á árinu 2024. Á álagningarseðli skattsins er ábending birt hjá þeim sem eiga möguleika á stuðningnum. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtalinu. Þeir sem eiga rétt á styrknum þurfa að tilgreina á þjónustusíðu skattsins inn á hvaða lán skuli greiða. Þetta skal gert á tímabilinu 1.-30. júní, en ef ekkert er valið verður fjárhæðin greidd inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvarnar samkvæmt skattframtali. Útreikningur Stofn til útreiknings er 23% af vaxtagjöldum af lánum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það eru vaxtagjöld í reitum 166 og/eða 87 í kafla 5.1 og 5.2 á skattframtali. Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Einnig dragast frá 4% af tekjustofni sem er umfram 6.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 9.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Sérstakur vaxtastuðningur getur að hámarki orðið 150.000 kr. hjá einhleypingi, 200.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 250.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Lágmarksfjárhæð er 5.000 kr. Ef reiknaður vaxtastuðningur er lægri, fellur hann niður. Hjá þeim sem skattskyldir eru á Íslandi hluta úr ári ákvarðast fjárhæðin í hlutfalli við dvalartíma á Íslandi á árinu 2023. Sérstakur vaxtastuðningur telst ekki til skattskyldra tekna og honum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum. Sjá nánar á heimasíðu Skattsins, og í lögunum sem samþykkt voru á Alþingi 30. apríl. „Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó!“ DV greinir frá því að mörgum hafi liðið eins og þau hafi unnið í lottói, þegar þau fengu þessar óvæntu gleðifréttir. Þá segir Margrét Erla Maack við DV, „200.000 kall!!! Lottóvinningur dagsins! Ég fann þetta ekki í tölvunni en var no problem í símanum.“ Katla Hreiðarsdóttir vakti einnig athygli vina sinna á þessu á Facebook-síðu sinni, og segir að hún og maður hennar hafi verið heppinn. Eiríkur Þór Hafdal skrifar þá athugasemd og segir „Neihh heyrðu. Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó haha.“
Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira