Umdeilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 TikTok-myndbönd úr kosningaherferð Höllu hlaupa á tugþúsundum áhorfa. TikTok Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Innlent Handtekinn í Dubaí Erlent Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Innlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Óvissustig og viðvaranir enn í gildi 661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Vöruflutningavél festist á brautinni „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Óvissustig vegna veðurs á Ströndum og Norðurlandi Björgunarskip kom fjórum til bjargar Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Bein útsending: Hættunni á heitavatnslausum Suðurnesjum afstýrt Lögreglan endurtekið kölluð til vegna slagsmála nemenda FS Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Lýsa yfir óvissustigi Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Sjá meira
Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Innlent Handtekinn í Dubaí Erlent Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Innlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Óvissustig og viðvaranir enn í gildi 661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Vöruflutningavél festist á brautinni „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Óvissustig vegna veðurs á Ströndum og Norðurlandi Björgunarskip kom fjórum til bjargar Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Bein útsending: Hættunni á heitavatnslausum Suðurnesjum afstýrt Lögreglan endurtekið kölluð til vegna slagsmála nemenda FS Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Lýsa yfir óvissustigi Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Sjá meira