Umdeilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 TikTok-myndbönd úr kosningaherferð Höllu hlaupa á tugþúsundum áhorfa. TikTok Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira