Sigurður Ingi fjarri góðu gamni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2024 16:11 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er erlendis og getur því ekki verið viðstaddur aðra umræðu um söluna á Íslandsbanka og slit á ríkiseignum - ÍL-sjóði. Tvö risamál sem til stendur að taka á dagskrá. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð. Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum. Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum.
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira