Ríkisstjórnin á erfiða daga fyrir höndum Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 15:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Nú á eftir að koma á daginn hvaða áhrif úrslit forsetakosninganna munu hafa á líf ríkisstjórnar hans. Erfiðir dagar eru fyrir höndum í þinginu. vísir/vilhelm Jakob Birgisson grínari, eindreginn stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur í kosningakjöri, var ekki í miklu grínstuði þegar hann hripaði í nótt á X: „Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld.“ Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum. Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum.
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira