Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frumvarpið ekki í gegn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júní 2024 11:56 Bryndis Haraldsdóttir formaður allsherjar-og menntamálanefndar en fundi nefndarinnar var skyndilega frestað í morgun þar sem útlendingafrumvarpið var á dagskrá. Bergþór Ólason telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. Vísir Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni. Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31