Arnar Þór ýjar að stofnun nýs stjórnmálaflokks Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júní 2024 23:07 Arnar Þór óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju með forsetakjörið, og þakkar öllum þeim sem sýndu honum stuðning í orði og verki Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi í nýafstöðnum kosningum ýjar að því að mögulega sé kominn tími á nýja hugmyndafræði eða jafnvel nýjan stjórnmálaflokk hér á landi. Þetta kemur fram í skoðanagrein á Vísi í kvöld þar sem hann fer yfir farinn veg og veltir fyrir sér hinu pólitíska landslagi hér á landi. Arnar hóf pistilinn á því að þakka öllum þeim sem sýndu honum stuðning í nýafstöðnum kosningum og óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn. „Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður,“ skrifar Arnar. Hann segir að líkja megi reynslu síðustu mánaða við einhvers konar gegnumlýsingu. Samfélagið og samferðamennirnir sjáist í nýju ljósi, maður sjái hvað sé heilt og hvað ekki. Í sama ljósi sjái maður hvað er heilt í innra lífi manns sjálfs og hvað þurfi að styrkja. Arnar fer svo með dæmisögu um þræla sem fá að kjósa, en bara frambjóðendur sem þrælahaldarinn sjálfur hefur valið. Einn þrællinn sér í gegnum blekkinguna, og varar fólk við því að kjósa frambjóðendurna sem eru í boði, því þeir haldi fólkinu bara áfram í ánauð. Sá er stimplaður óvinur lýðræðisins. Arnar segir að mögulegar hliðstæður megi finna úr stjórnkerfi Íslands. Dæmisagan er eftirfarandi: Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið. Að lokum horfir Arnar yfir hið pólitíska landslag hérlendis, og varpar fram nokkrum spurningum: Búum við við heilbrigt lýðræði? Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka/frambjóðendur til hægri eða vinstri? Vex sérfræðingaveldið/báknið/tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks? Arnar Þór Jónsson var í forsetaframboði í ár og hlaut 5,1 prósent atkvæða. Áður var hann starfandi lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins, frá árinu 2021. Þar áður var hann dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en þegar hann lét af þeim störfum sagði hann að sér hefði liðið eins og fugli í búri í dómaraembættinu. Umhverfið hafi þrengt að hugsun hans, en eftir að hann kúplaði sig þaðan út hafi honum liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Arnar hóf pistilinn á því að þakka öllum þeim sem sýndu honum stuðning í nýafstöðnum kosningum og óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn. „Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður,“ skrifar Arnar. Hann segir að líkja megi reynslu síðustu mánaða við einhvers konar gegnumlýsingu. Samfélagið og samferðamennirnir sjáist í nýju ljósi, maður sjái hvað sé heilt og hvað ekki. Í sama ljósi sjái maður hvað er heilt í innra lífi manns sjálfs og hvað þurfi að styrkja. Arnar fer svo með dæmisögu um þræla sem fá að kjósa, en bara frambjóðendur sem þrælahaldarinn sjálfur hefur valið. Einn þrællinn sér í gegnum blekkinguna, og varar fólk við því að kjósa frambjóðendurna sem eru í boði, því þeir haldi fólkinu bara áfram í ánauð. Sá er stimplaður óvinur lýðræðisins. Arnar segir að mögulegar hliðstæður megi finna úr stjórnkerfi Íslands. Dæmisagan er eftirfarandi: Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið. Að lokum horfir Arnar yfir hið pólitíska landslag hérlendis, og varpar fram nokkrum spurningum: Búum við við heilbrigt lýðræði? Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka/frambjóðendur til hægri eða vinstri? Vex sérfræðingaveldið/báknið/tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks? Arnar Þór Jónsson var í forsetaframboði í ár og hlaut 5,1 prósent atkvæða. Áður var hann starfandi lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins, frá árinu 2021. Þar áður var hann dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en þegar hann lét af þeim störfum sagði hann að sér hefði liðið eins og fugli í búri í dómaraembættinu. Umhverfið hafi þrengt að hugsun hans, en eftir að hann kúplaði sig þaðan út hafi honum liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50
Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06