Innlent

Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Vísir/ÞÞ

Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en þar segir að Arnar Þór hafi verið gagnrýnin á siðareglur Dómarafélagsins, þar sem mælt sé gegn því að dómarar taki opinberlega þátt í stjórnmálastarfi eða í félögum þar sem leynd hvílir yfir starfseminni.

Fréttablaðið segir að ljóst sé að í umræddu ákvæði sé verið að sporna við aðild dómara í félögum á borð við Frímúrararegluna.

Dómarar sem Fréttablaðið ræddi við voru á einu máli um að almenn sátt ríkti um siðareglurnar. Þá ræddi blaðið við Halldóru Þorsteinsdóttur, héraðsdómara og lektor, sem segir meðal annars að gera verði greinarmun á frelsi dómara til að fjalla um fræðileg málefni og pólitískri tjáningu.

Arnar Þór hefur meðal annars tjáð sig á opinberum vettvangi um Evrópumál og þriðja orkupakkann svokallaða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.