Notkun Íslendinga á ADHD-lyfjum þrefaldaðist á tíu árum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:31 Alls 22.472 Íslendingar fengu uppáskrifuð ADHD lyf í fyrra og 26.654 fengu uppáskrifuð svefnlyf. Vísir/Egill Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“ Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi. Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi.
Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira