Þrjár efstu með 75 prósent atkvæða Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. júní 2024 14:57 Katrín, Halla og Halla hlutu 75 prósent atkvæða. Vísir/Vilhelm Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir tvennt vekja athygli hennar í forsetakosningunum sem fóru fram í gær. Fjöldi kvenna sem fengu góða kosningu og svo mikið fylgi nýkjörins forseta. „Það er í fyrsta lagi að við kusum þrjár konur í fyrstu þrjú sætin,“ segir Eva Heiða en samanlagt eru þessar konur, Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með 75 prósent allra atkvæða. Eva Heiða segir það einnig merkilegt að í aðdraganda kosninganna hafi það ekki þótt mikið tiltökumál að í þetta stefndi. Sem sé vel. Annað sem henni þyki athyglisvert sé svo gríðarleg fylgisaukning nýkjörins forseta, Höllu Tómasdóttur, miðað við það fylgi sem henni var spáð í skoðanakönnunum í síðustu viku. Kjörsókn var 80,8 prósent í ár og hefur ekki verið meiri síðan í forsetakosningunum 1996. Eva Heiða segir alltaf ánægjulegt þegar kjörsókn eykst og telur að það sem geti hafa haft áhrif núna sé hversu mjótt væri á mununum í skoðanakönnunum á milli efstu tveggja eða þriggja. „Það hvetur fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa.“ Greinilegt að fólk kaus taktískt Hvort skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi segir Eva Heiða að skoðanakannanir hafi ekki beint áhrif á það hvaða viðhorf fólk hafi gagnvart frambjóðendum, heldur gætu skoðanakannanir frekar haft áhrif á það hvað fólk kýs. Það er að segja, að skoðanakannanir kunni að hafa áhrif á hegðun kjósenda. Eva Heiða fylgdist spennt með kosningunum í alla nótt.Vísir/Bjarni „Eins og við sjáum að hefur greinilega gerst í þessum kosningum,“ segir Eva Heiða. Mjög margt bendi til þess að fólk hafi kosið taktískt, annað hvort gegn Katrínu eða Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27 Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50 Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Það er í fyrsta lagi að við kusum þrjár konur í fyrstu þrjú sætin,“ segir Eva Heiða en samanlagt eru þessar konur, Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með 75 prósent allra atkvæða. Eva Heiða segir það einnig merkilegt að í aðdraganda kosninganna hafi það ekki þótt mikið tiltökumál að í þetta stefndi. Sem sé vel. Annað sem henni þyki athyglisvert sé svo gríðarleg fylgisaukning nýkjörins forseta, Höllu Tómasdóttur, miðað við það fylgi sem henni var spáð í skoðanakönnunum í síðustu viku. Kjörsókn var 80,8 prósent í ár og hefur ekki verið meiri síðan í forsetakosningunum 1996. Eva Heiða segir alltaf ánægjulegt þegar kjörsókn eykst og telur að það sem geti hafa haft áhrif núna sé hversu mjótt væri á mununum í skoðanakönnunum á milli efstu tveggja eða þriggja. „Það hvetur fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa.“ Greinilegt að fólk kaus taktískt Hvort skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi segir Eva Heiða að skoðanakannanir hafi ekki beint áhrif á það hvaða viðhorf fólk hafi gagnvart frambjóðendum, heldur gætu skoðanakannanir frekar haft áhrif á það hvað fólk kýs. Það er að segja, að skoðanakannanir kunni að hafa áhrif á hegðun kjósenda. Eva Heiða fylgdist spennt með kosningunum í alla nótt.Vísir/Bjarni „Eins og við sjáum að hefur greinilega gerst í þessum kosningum,“ segir Eva Heiða. Mjög margt bendi til þess að fólk hafi kosið taktískt, annað hvort gegn Katrínu eða Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27 Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50 Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27
Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50
Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39