Afi skenkti leikmönnum Dortmund bjór Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júní 2024 14:16 Tómas Meyer er spenntur og nokkuð bjartsýnn fyrir kvöldinu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Dortmund í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Sá á afa sem færði leikmönnum liðsins bjór á knæpu í Dortmund og passar enn í treyju sína frá árinu 1997. Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira