Innlent

„Það mesta sem við höfum séð í þessum gosum hingað til“

Árni Sæberg skrifar
Magnús Tumi Guðmundsson á vettvangi fyrri gosa.
Magnús Tumi Guðmundsson á vettvangi fyrri gosa. Vísir/Vilhelm

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hraunflæðið vera um 1.500 til 2.000 rúmmetrar á sekúndu, það mesta í eldgosunum á Reykjanesskaga hingað til. Á einum og hálfum tíma sé hraunið orðið um 5 til 5,5 ferkílómetrar.

„Það er það mesta sem við höfum séð í þessum gosum hingað til,“ segir Magnús Tumi.

Haldi gosið áfram í lengri tíma séu innviðir í Grindavík í hættu. Þó sé viðbúið að krafturinn detti niður fljótlega. Reikna megi með því að nú þegar sé helmingur kvikunnar sem var í kvikuhólfinu kominn út.

„Það er bara óvissa núna, við verðum að bíða og sjá.“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttakona ræddi við Magnús Tuma eftir rannsóknarflug hans með Landhelgisgæslunni.


Tengdar fréttir

Eldgos er hafið

Eldgos hófst nærri Sundhnúki norðan við Grindavík klukkan 12:46 í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×