Segir samstarfsfólk Katrínar hafa hvatt sig til að draga sig úr leik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. maí 2024 22:50 Baldur Þórhallsson segir fólk úr herbúðum Katrínar Jakobsdóttur hafa hvatt sig til að draga framboðið til baka. Katrín sagðist vera að heyra af þessu í fyrsta skipti. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson segist hafa verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur. Þessi hvatning hafi komið úr herbúðum sjálfrar Katrínar. Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira