Átök á aðalfundi og lögregla kölluð til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 21:51 Formaður MÍr segir hóp fólks hafi ekki átt rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að. Vísir/Vilhelm Aðalfundi félagsins Menningartengsl Íslands og Rússlands, sem átti að fara fram í dag, var frestað eftir að til stimpinga kom við húsnæði félagsins og lögregla var kölluð til. Vésteinn Valgarðsson félagi í MÍR segir frá fundinum sem ekki varð í samtali við fréttastofu. Hann segir deilur hafa staðið um þetta félag og nýlega hafi síðasti aðalfundur þess, sem var haldinn árið 2022, verið dæmdur ólöglegur á þeim grundvelli að hann hafi ekki verið löglega boðaður. „Stóra deilan snýst um að sitjandi stjórn hafi viljað selja MÍR salinn á Hverfisgötu 105 og gagnrýnendur hennar vilja meina að stjórnin ætli að stinga peningunum í eigin vasa. Sem ég held að hafi aldrei staðið til,“ segir Vésteinn. Þetta rímar vel við þá umfjöllun sem Vísir hefur haldið uppi um mál stjórnar MÍR en þrír félagar félagsins, þar á meðal fyrrverandi formaður, hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunarinnar um að selja húsnæðið og stofna sjóð. Vegna þessa segir Vésteinn mikla tortryggni ríkja meðal félagsmanna, en hann segir málið flókið og viðkvæmt, en hann kveðst ekki vera í annarri hvorri fylkingu. Hann segir það flækja málið að nýlega sé búið að strika marga út af félagatalinu vegna þess að þeir hafi ekki borgað félagsgjöldin. Margir þeirra sem höfðu verið strikaðir út af félagatalinu hafi mætt að húsakynnum MÍR og ætlað á fundinn í dag en ekki verið hleypt inn. Fleiri hafi verið utan fundarins en innan. Þá hafi komið til líkamlegra stimpinga í dyrunum og lögregla verið kölluð til. Niðurstaðan hafi verið sú að lögregla hafi skipað öllum að yfirgefa húsakynnin og fyrirskipað að stjórn MÍR fresti fundinum. Vésteinn segist hafa rætt við marga sem voru viðstaddir stimpingarnar og það hafi verið mál flestra að setja þyrfti nefnd til að finna sátt í málinu. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að gera til að félagið geti haldið áfram á friðsamlegan hátt,“ segir hann og málið sé erfitt vegna þess að miklar tilfinningar séu í spilinu. Stjórnin sitji hálflömuð Aðspurður um málið segir Einar Bragason formaður MÍR að fólk sem ætti ekki rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að og ætlað að vera inni á honum. Fólkið, sem hefði borið það fyrir sig að hafa greitt félagsgjald, hafi ekki formlega sótt um inngöngu í félagið. „Það bara er ekki svoleiðis. Þú þarft að sækja um og fá samþykki stjórnar til inngöngu. Það þarf að bera inngöngubeiðnir undir stjórn. Ekkert af þessu fólki hafði gert það,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segir stjórnina sitja hálflamaða í kjölfar þess að síðasti aðalfundur var dæmdur ólöglegur. Til að geta haldið áfram starfseminni þurfi stjórnin að halda aðalfund. Því verði nýr fundur boðaður innan tíðar. Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is. Félagasamtök Rússland Menning Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01 Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Vésteinn Valgarðsson félagi í MÍR segir frá fundinum sem ekki varð í samtali við fréttastofu. Hann segir deilur hafa staðið um þetta félag og nýlega hafi síðasti aðalfundur þess, sem var haldinn árið 2022, verið dæmdur ólöglegur á þeim grundvelli að hann hafi ekki verið löglega boðaður. „Stóra deilan snýst um að sitjandi stjórn hafi viljað selja MÍR salinn á Hverfisgötu 105 og gagnrýnendur hennar vilja meina að stjórnin ætli að stinga peningunum í eigin vasa. Sem ég held að hafi aldrei staðið til,“ segir Vésteinn. Þetta rímar vel við þá umfjöllun sem Vísir hefur haldið uppi um mál stjórnar MÍR en þrír félagar félagsins, þar á meðal fyrrverandi formaður, hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunarinnar um að selja húsnæðið og stofna sjóð. Vegna þessa segir Vésteinn mikla tortryggni ríkja meðal félagsmanna, en hann segir málið flókið og viðkvæmt, en hann kveðst ekki vera í annarri hvorri fylkingu. Hann segir það flækja málið að nýlega sé búið að strika marga út af félagatalinu vegna þess að þeir hafi ekki borgað félagsgjöldin. Margir þeirra sem höfðu verið strikaðir út af félagatalinu hafi mætt að húsakynnum MÍR og ætlað á fundinn í dag en ekki verið hleypt inn. Fleiri hafi verið utan fundarins en innan. Þá hafi komið til líkamlegra stimpinga í dyrunum og lögregla verið kölluð til. Niðurstaðan hafi verið sú að lögregla hafi skipað öllum að yfirgefa húsakynnin og fyrirskipað að stjórn MÍR fresti fundinum. Vésteinn segist hafa rætt við marga sem voru viðstaddir stimpingarnar og það hafi verið mál flestra að setja þyrfti nefnd til að finna sátt í málinu. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að gera til að félagið geti haldið áfram á friðsamlegan hátt,“ segir hann og málið sé erfitt vegna þess að miklar tilfinningar séu í spilinu. Stjórnin sitji hálflömuð Aðspurður um málið segir Einar Bragason formaður MÍR að fólk sem ætti ekki rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að og ætlað að vera inni á honum. Fólkið, sem hefði borið það fyrir sig að hafa greitt félagsgjald, hafi ekki formlega sótt um inngöngu í félagið. „Það bara er ekki svoleiðis. Þú þarft að sækja um og fá samþykki stjórnar til inngöngu. Það þarf að bera inngöngubeiðnir undir stjórn. Ekkert af þessu fólki hafði gert það,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segir stjórnina sitja hálflamaða í kjölfar þess að síðasti aðalfundur var dæmdur ólöglegur. Til að geta haldið áfram starfseminni þurfi stjórnin að halda aðalfund. Því verði nýr fundur boðaður innan tíðar. Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is.
Félagasamtök Rússland Menning Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01 Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01
Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01
Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00