Fótbolti

Barcelona vann síðasta leikinn hans Xavi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
João Cancelo og Fermín López fagna marki þess síðarnefnda.
João Cancelo og Fermín López fagna marki þess síðarnefnda. EPA-EFE/Jose Manuel Vidal

Barcelona vann 2-1 útisigur á Sevilla í lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Um var að ræða síðasta leik liðsins undir stjórn Xavi nema honum og stjórn félagsins snúist aftur hugur.

Robert Lewandowski kom Barcelona yfir eftir stundarfjórðung en Youssef En Nesyri jafnaði metin fyrir Sevilla þegar hálftími var liðinn og staðan jöfn 1-1 í hálfleik.

Fermín López skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið á 59. mínútu. Lokatölur í Andalúsíu 1-2 sem þýðir að Barcelona endar með 85 stig í 2. sæti, tíu stigum á eftir meisturum Real Madríd. Sevilla endar í 14. sæti með 41 stig.

Önnur úrslit

  • Getafe 1-2 Mallorca
  • Celta Vigo 2-2 Valencia 
  • Las Palmas 1-1 Alaves



Fleiri fréttir

Sjá meira


×