Fótbolti

Logi lagði upp annan leikinn í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Logi Tómasson mundar vinstri fótinn.
Logi Tómasson mundar vinstri fótinn. Strømsgodset Fotball

Logi Tómasson heldur áfram að gera það gott hjá Strømsgodset í efstu deild norska fótboltans. Logi lagði upp eitt mark í 3-1 sigri á Sarpsborg í dag.

Logi hefur byrjað tímabilið af krafti. Hann hefur nú skorað eitt mark og lagt upp þrjú til viðbótar. Lagði hann upp annað mark Strømsgodset í dag á 63. mínútu leiksins. Skipti það sköpum því ekki löngu síðar minnkuðu heimamenn muninn. Lokamark leiksins kom svo undir lok leiks og 3-1 sigur gestanna staðreynd.

Strømsgodset er nú í 6. sæti með 16 stig að loknum 10 leikjum. Liðið er tveimur stigum á eftir Patrik Sigurði Gunnarssyni og félögum í Viking en markvörðurinn hélt hreinu í 3-0 sigir á Ham/Kam í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×