Innlent

Rútuslys í Rang­ár­þingi og ó­vissa um brott­flutning palestínsks drengs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
boæl

Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta þegar rúta valt í Rangárþingi ytra í gær með 27 innanborðs. Sjö voru fluttir á Landspítala með þyrlum en líðan þeirra er sögð stöðug. Rætt verður við yfirlögregluþjón í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins.

Hátt í sjö hundruð er enn saknað eftir að stærðarinnar aurskriða féll í Papúa Nýju Gíneu. Þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×