Fótbolti

Spánar­meistarar Real enduðu tíma­bilið á marka­lausu jafn­tefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Toni Kroos lék sinn síðasta heimaleik fyrir Real Madríd í dag en hann leggur skóna á hilluna eftir EM í sumar.
Toni Kroos lék sinn síðasta heimaleik fyrir Real Madríd í dag en hann leggur skóna á hilluna eftir EM í sumar. EPA-EFE/Javier Lizon

Real Madríd gerði markalaust jafntefli við Real Betis í lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Nágrannar þeirra í Atlético lögðu Real Sociedad 2-0.

Real var löngu orðið meistari og þó Carlo Ancelotti sé eflaust með hugann við úrslit Meistaradeildar Evrópu þá stillti hann upp svo gott sem sínu sterkasta liði í kvöld. Það var hins vegar ekkert mark skorað og leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Johnny Cardoso hélt hann hefði skorað fyrir Betis í fyrri hálfleik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Thibaut Courtois byrjaði leikinn í marki meistaranna og hefur verið talað um að hann muni spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Borussia Dortmund. Hann var hins vegar tekinn af velli í síðari hálfleik og inn kom Kepa Arrizabalaga, þriðji markvörður liðsins.

Atlético Madríd vann þá 2-0 útisigur á Real Sociedad þökk sé mörkum frá Samuel Lini og Reinildo Mandava. Gestirnir enduðu leikinn með tíu leikmenn á vellinum þar sem Saúl fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma. Það kom ekki að sök.

Önnur úrslit

  • Osasuna 1-1 Villareal
  • Almería 6-1 Cádiz CF
  • Rayo Vallecano 0-1 Athletic Bilbao

Stöðuna í deildinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×