Fótbolti

Spilaði með gler­brot í ilinni í tvö ár

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Inaki Williams spilaði 251 leik í röð fyrir Athletic Club.
Inaki Williams spilaði 251 leik í röð fyrir Athletic Club. Ion Alcoba Beitia/Getty Images

Inaki Williams, leikmaður Athletic Club á Spáni, spilaði ómeðvitað með glerbrot í fótnum í tvö ár.

Hann gekkst undir aðgerð í vikunni vegna sársauka í ilinni sem hafði plagað hann lengi. Ilin var skorin upp og þar fannst 2 sentimetra glerbrot.

Fyrir tveimur árum síðan var Williams í sumarfríi og steig á glerbrot. Það fossblæddi úr sárinu en hann gerði sér ekki grein fyrir því að glerbrotið væri fast. Sárið greri og varð að öri, sem hefur valdið honum sársauka.

Williams spilaði í gegnum sársaukann og sló met yfir fjölda spilaðra leikja í röð, áður en hann meiddist í janúar og missti úr keppni. Hann sneri aftur nokkrum vikum síðar og leiddi Athletic að sigri í spænska bikarnum í byrjun apríl, en gat þá ekki haldið lengur áfram og ákvað að gangast undir aðgerð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×