Fótbolti

Ís­lensku Feneyjarstrákarnir í úrslitaeinvígið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikael Egill Ellertsson og félagar eru einu skrefi nær því að komst í Seríu A.
Mikael Egill Ellertsson og félagar eru einu skrefi nær því að komst í Seríu A. Getty/Alex Nicodim/

Venezia er komið í úrslitaeinvígið um laust sæti í Seríu A eftir sigur á Palermo í seinni undanúrslitaleik liðanna.

Venezia vann 2-1 á heimavelli eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0 á útivelli.

Tanner Tessmann færði liðinu draumabyrjun með því að skora strax á fjórðu mínútu og Antonio Candela kom liðinu tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleik.

Þá var staðan orðin 3-0 samanlagt og sætið í úrslitaeinvíginu svo gott sem í höfn.

Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður eftir klukkutímaleik. Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á bekknum.

Venezia skoraði reyndar sjálfsmark fjórum mínútum fyrir leikslok en það kom ekki að sök. Venezia vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1.

Venezia mætir annað hvort Cremonese eða Catanzaro í tveggja leikja úrslitaeinvígi. Þau mætast aftur á morgun en gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×