Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2024 20:12 Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. Næstum tveir mánuðir upp á dag eru nú frá því að tugum milljóna var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir framan krána Catalinu í Hamraborg. Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum um málið undanfarið og það hefur Öryggismiðstöðin sjálf einnig gert, raunar alveg frá því málið kom upp. Fyrirtækið hefur hingað til aðeins svarað fyrirspurnum fjölmiðla skriflega og ekki orðið við viðtalsbeiðnum. Fyrr en í dag. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með svona miklum verðmætum? „Samkvæmt okkar áhættumati erum við fyrst og fremst að leggja áherslu á varnarbúnaðinn sem er inni í bílnum. Bíllinn er í raun aukaatriði þegar kemur að þessum flokki og er að fullu samanburðarhæfur við það sem gengur og gerist í Evrópu,“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. Með hugtakinu „varnarbúnaði“ á Ómar við töskurnar sem peningarnir voru í; sérstakar verðmætaflutningatöskur með litasprengjum. Sá búnaður hafi virkað sem skyldi. En málið hafi vissulega orðið til þess að verkferlar voru uppfærðir. Geturðu eitthvað farið nánar út í það? „Því miður get ég ekki farið nánar út í þá ferla en það sem ég get sagt er að við höfum gert breytingar til þess að bregðast við þessu.“ Hafið þið þá gert bílana öruggari? „Við höfum bætt í búnað í bílum, já.“ Telja verkferla ekki hafa verið brotna Eins og sést í upptöku af þjófnaðinum tók það þjófana aðeins rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í bílinn og hafa milljónirnar á brott með sér. Ómar segist vissulega staldra við það hversu skamman tima innbrotið tók. Ekkert viðvörunarkerfi var í bílnum sem hefði getað gert starfsmönnunum viðvart um þjófnaðinn og Ómar efast raunar um ávinning af slíku. „Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á öryggi okkar starfsmanna. Ég vil ekki hugsa til þess að það hefði verið búnaður og þeir hefðu hlaupið í flasið á mönnum sem voru að athafna sig við rán. Það hefði getað orðið mjög slæmt.“ Voru þeir áminntir eða urðu einhverjar afleiðingar af þessu fyrir þá [starfsmennina]? „Það voru engar afleiðingar. Enda teljum við ekki að okkar ferlar hafi verið brotnir á þann veg að það hafi orðið þess valdandi að þetta rán varð. Þetta er atburður sem var fyrir utan okkar stjórn,“ segir Ómar. Íslendingi grunuðum um aðild að málinu var sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum en engir fleiri hafa verið handteknir. Þá hefur ekki fundist meira af lituðum peningum í umferð síðustu vikur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Laus úr haldi en enn grunaður um græsku Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu. 10. maí 2024 10:26 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna hefur verið framlengt. 7. maí 2024 15:39 Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. 6. maí 2024 10:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
Næstum tveir mánuðir upp á dag eru nú frá því að tugum milljóna var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir framan krána Catalinu í Hamraborg. Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum um málið undanfarið og það hefur Öryggismiðstöðin sjálf einnig gert, raunar alveg frá því málið kom upp. Fyrirtækið hefur hingað til aðeins svarað fyrirspurnum fjölmiðla skriflega og ekki orðið við viðtalsbeiðnum. Fyrr en í dag. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með svona miklum verðmætum? „Samkvæmt okkar áhættumati erum við fyrst og fremst að leggja áherslu á varnarbúnaðinn sem er inni í bílnum. Bíllinn er í raun aukaatriði þegar kemur að þessum flokki og er að fullu samanburðarhæfur við það sem gengur og gerist í Evrópu,“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. Með hugtakinu „varnarbúnaði“ á Ómar við töskurnar sem peningarnir voru í; sérstakar verðmætaflutningatöskur með litasprengjum. Sá búnaður hafi virkað sem skyldi. En málið hafi vissulega orðið til þess að verkferlar voru uppfærðir. Geturðu eitthvað farið nánar út í það? „Því miður get ég ekki farið nánar út í þá ferla en það sem ég get sagt er að við höfum gert breytingar til þess að bregðast við þessu.“ Hafið þið þá gert bílana öruggari? „Við höfum bætt í búnað í bílum, já.“ Telja verkferla ekki hafa verið brotna Eins og sést í upptöku af þjófnaðinum tók það þjófana aðeins rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í bílinn og hafa milljónirnar á brott með sér. Ómar segist vissulega staldra við það hversu skamman tima innbrotið tók. Ekkert viðvörunarkerfi var í bílnum sem hefði getað gert starfsmönnunum viðvart um þjófnaðinn og Ómar efast raunar um ávinning af slíku. „Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á öryggi okkar starfsmanna. Ég vil ekki hugsa til þess að það hefði verið búnaður og þeir hefðu hlaupið í flasið á mönnum sem voru að athafna sig við rán. Það hefði getað orðið mjög slæmt.“ Voru þeir áminntir eða urðu einhverjar afleiðingar af þessu fyrir þá [starfsmennina]? „Það voru engar afleiðingar. Enda teljum við ekki að okkar ferlar hafi verið brotnir á þann veg að það hafi orðið þess valdandi að þetta rán varð. Þetta er atburður sem var fyrir utan okkar stjórn,“ segir Ómar. Íslendingi grunuðum um aðild að málinu var sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum en engir fleiri hafa verið handteknir. Þá hefur ekki fundist meira af lituðum peningum í umferð síðustu vikur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Laus úr haldi en enn grunaður um græsku Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu. 10. maí 2024 10:26 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna hefur verið framlengt. 7. maí 2024 15:39 Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. 6. maí 2024 10:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
Laus úr haldi en enn grunaður um græsku Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu. 10. maí 2024 10:26
Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna hefur verið framlengt. 7. maí 2024 15:39
Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. 6. maí 2024 10:52