Innlent

Fyrir­vari á eld­gosi gæti orðið mjög stuttur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona var staðan á Sundhnúkagígaröðinni í vikunni.
Svona var staðan á Sundhnúkagígaröðinni í vikunni. Vísir/Vilhelm

Það hafa mælst um 140 skjálftar í kringum kvikuganginn síðustu tvo sólahringa, allir undir 2,0 að stærð. Skjálftarnir voru flestir á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar.

Þetta kemur fram í nýrri færslu á Veðurstofu Íslands. Þar eru eftirfarandi atriði dregin fram sem helstu tíðindi:

  • Hvassviðri fram á nótt gæti haft áhrif á næmni jarðskjálftamæla
  • Aflögunargögn sýna að landris við Svartsengi heldur stöðugt áfram
  • Um 18 milljónir rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars
  • Áfram líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi
  • Líklegast að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni
  • Fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur

Það hafa mælst um 140 skjálftar í kringum kvikuganginn síðustu tvo sólahringa, allir undir 2,0 að stærð. Skjálftarnir voru flestir á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. 

Í dag hafa mælst færri skjálftar á svæðinu miðað við undanfarna daga. Það er vegna hvassviðris sem hefur áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema allra minnstu skjálftana. Fram á nótt er áfram gert fyrir að veður hafi áhrif á næmni jarðskjálftakerfis Veðurstofunnar en ekki önnur mælitæki sem nýtt eru til vöktunar á svæðinu.

„Aflögunargögn sýna að landris við Svartsengi heldur stöðugt áfram. Það bendir til þess að kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi. Líkanreikningar áætla að um 18 milljón rúmmetrar af kviku hafa bæst þar við frá 16. mars þegar síðasta eldgos hófst. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú meira en það hefur verið fyrir síðustu atburði. Engin merki eru um að hægt hafi á kvikusöfnun. Þetta þýðir að þrýstingur í kerfinu er að aukast og því er ekki hægt að áætla annað en að áfram séu töluverðar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni,“ segir á vef Veðurstofunni. 

Þó sé töluverð óvissa um hvenær það verði en fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×