Svaraði engu um Affleck Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 09:23 Simu Liu meðleikari Jennifer Lopez og leikstjóri myndarinnar Atlas, Brad Petyon. EPA-EFE/ISAAC ESQUIVEL Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni. Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn. Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu. Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku. #JenniferLopez es cuestionada por su divorico en su visita a México para el estreno de #Atlas y #SimuLiu la defiende con una gran respuesta. 👏#JLo #AtlasEnMX pic.twitter.com/r2VX3XsXwi— Glamour Mex y Latam (@GlamourMex) May 23, 2024 Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn. Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu. Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku. #JenniferLopez es cuestionada por su divorico en su visita a México para el estreno de #Atlas y #SimuLiu la defiende con una gran respuesta. 👏#JLo #AtlasEnMX pic.twitter.com/r2VX3XsXwi— Glamour Mex y Latam (@GlamourMex) May 23, 2024
Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira