Mættu ríðandi í skólann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2024 20:31 Þórunn Jónasdóttir skólastjóri Flóaskóla, ásamt þeim Benóný (t.v.) og Magnúsi Ögra, sem áttu hugmyndina að deginum, sem verður væntanlega hér eftir gerður að árlegum viðburði á vorin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum. Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira