Segir fangaverði sinna starfi sínu af stakri trúmennsku Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 14:47 Páll Winkel fer ekki ofan af því að allir þeir sem koma að fangelsismálum sinni starfi sínu af natni og af mikilli virðingu fyrir skjólstæðingum sínum. vísir/arnar Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri. Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“ Fangelsismál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“
Fangelsismál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira