Innlent

AGS vill skattahækkanir og Norð­menn viður­kenna Palestínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við formann sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verið hefur hér á landi síðustu daga. 

Formaðurinn segir að efnahagshorfur hér á landi séu heilt á litið góðar, þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Þörf gæti verið á frekari aðhaldsaðgerðum. 

Þá segjum við frá ákvörðun Norðmanna, Íra og Spánverja þess efnis að viðurkenna sjálfstæða Palestínu en Ísraelar hafa brugðist ókvæða við því. 

Einnig verður rætt við hóteleiganda sem segir blikur á lofti í ferðamennsku hér á landi, Ísland sé dýrt og það sé farið að bíta.

Í íþróttapakka verður farið yfir landsliðshóp Íslands í karlaliðinu sem kynntur var fyrir hádegið. Alberti Guðmundssyni er haldið utan hóps þar sem ekki er komin niðurstaða í kærumál gegn honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×