Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:46 Vladímír Kara-Murza á sakamannabekk þegar hann var dæmdur í aldarfjórðungslangt fangelsi fyrir meint landráð í fyrra. Vísir/EPA Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. Vladímír Kara-Murza afplánar nú tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir landráð sem hann hlaut fyrir að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í fyrra. Hann var náinn Boris Nemtsov, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem var skotinn til bana í skugga veggja Kremlar árið 2015. Bandamenn Nemtsov sökuðu stjórnvöld um að standa að morðinu. Skömmu eftir morðið á Nemtsov veiktist Kara-Murza heiftarlega og var lagður inn á sjúkrahús. Tveimur árum síðar komu læknar honum í dá og í öndunarvél eftir að svipuð einkenni blossuðu upp aftur. Rannsókn rannsóknarblaðamennskuhópsins Bellingcat leiddi í ljós að sama deild rússnesku leyniþjónustunnar FSB og eitraði fyrir Alexei Navalníj hefði veitt Kara-Murza eftirför. Lögmenn Kara-Murza kröfðust þess að rannsóknarnefnd Rússlands, alríkisrannsóknarlögreglan, rannsakaði eiturtilræðin en því hafnaði hún. Borgardómstóll í Moskvu hafnaði áfrýjun hans á þeirri niðurstöðu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza sagði fulltrúa rannsóknarlögreglunnar ljúga því að hún hefði rannsakað tilræðin og rætt við vitni. Hann ávarpaði dómstólinn í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsi í Síberíu þar sem honum er haldið. Eiginkona Kara-Murza hefur sagst óttast um líf hans í fangelsinu. Hann þjáist af taugasjúkdómi eftir eitranirnar. Kara-Murza hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir pistla sem hann skrifar fyrir Washington Post úr fangelsinu fyrr í þessum mánuði. Alexei Navalníj, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir drápið á Nemtsov, lést í rússnesku fangelsi fyrr á þessu ári. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok árið 2020. Hann var um tíma í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi áður en hann sneri aftur til Rússlands þar sem hann var handtekinn og síðar sakfelldur fyrir alls kyns meinta glæpi. Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Vladímír Kara-Murza afplánar nú tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir landráð sem hann hlaut fyrir að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í fyrra. Hann var náinn Boris Nemtsov, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem var skotinn til bana í skugga veggja Kremlar árið 2015. Bandamenn Nemtsov sökuðu stjórnvöld um að standa að morðinu. Skömmu eftir morðið á Nemtsov veiktist Kara-Murza heiftarlega og var lagður inn á sjúkrahús. Tveimur árum síðar komu læknar honum í dá og í öndunarvél eftir að svipuð einkenni blossuðu upp aftur. Rannsókn rannsóknarblaðamennskuhópsins Bellingcat leiddi í ljós að sama deild rússnesku leyniþjónustunnar FSB og eitraði fyrir Alexei Navalníj hefði veitt Kara-Murza eftirför. Lögmenn Kara-Murza kröfðust þess að rannsóknarnefnd Rússlands, alríkisrannsóknarlögreglan, rannsakaði eiturtilræðin en því hafnaði hún. Borgardómstóll í Moskvu hafnaði áfrýjun hans á þeirri niðurstöðu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza sagði fulltrúa rannsóknarlögreglunnar ljúga því að hún hefði rannsakað tilræðin og rætt við vitni. Hann ávarpaði dómstólinn í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsi í Síberíu þar sem honum er haldið. Eiginkona Kara-Murza hefur sagst óttast um líf hans í fangelsinu. Hann þjáist af taugasjúkdómi eftir eitranirnar. Kara-Murza hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir pistla sem hann skrifar fyrir Washington Post úr fangelsinu fyrr í þessum mánuði. Alexei Navalníj, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir drápið á Nemtsov, lést í rússnesku fangelsi fyrr á þessu ári. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok árið 2020. Hann var um tíma í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi áður en hann sneri aftur til Rússlands þar sem hann var handtekinn og síðar sakfelldur fyrir alls kyns meinta glæpi.
Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26