Ekur 44 kílómetra með ruslið og er ósáttur við sorphirðugjald Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 06:16 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa í Borgarbyggð um að felld verði úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar um álagningu gjalds vegna reksturs grenndar- og móttökustöðvar sorps í sveitarfélaginu. Gjaldið er um 32 þúsund krónur. Íbúinn andmælti réttmæti gjaldsins og krafðist þess að það yrði gert ógilt vegna þess að í upphafi árs hafi sveitarfélagið lokað öllum grenndarstöðvum og því sé það ógerningur að rukka fyrir rekstur þeirra. Nú sé aðeins hægt að losa sig við sorp á Sólbakka í Borgarnesi sem sé í um 44 kílómetra fjarlægð frá húsi hans og auk þess sé takmarkaður opnunartími þar. Sveitarfélaginu geti þannig vart verið heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sem ekki sé í boði eða aðgengileg. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í lög um meðhöndlun úrgangs og samþykkt sveitarfélagsins um sama mál. Þá segir að gjaldskráin sæki stoð í þetta tvennt og að gjaldinu sé skipt í tvennt eftir því hvaða þjónustu hver fær. Annars vegar í almennan rekstur grenndar- og móttökustöðvar og hins vegar í tunnugjald. Afþakkaði tunnur Kærandi hafi afþakkað sorptunnur við húsið en þá sé gert ráð fyrir að hann greiði hitt gjaldið. Þá segir einnig að kostnaður við sorpmál sé mikill hjá sveitarfélaginu og hafi stöðugt farið vaxandi í takt við auknar kröfur um meðhöndlun úrgangs. Á árinu 2023 hafi rekstrarkostnaður við þennan málaflokk verið rúmlega 280 milljónir króna og 227 milljónir króna á árinu 2022. Tekjur sem sveitarfélagið innheimti hafi verið lægri en það, eða 239 milljónir króna á árinu 2023 og 218 milljónir króna á árinu 2022. Því hafi verið talsverður rekstrarhalli af málaflokknum. Slíkar ruslatunnur er að finna í Borgarnesi í Borgarbyggð. Mynd/Borgarbyggð Sé litið til niðurstöðu rekstrarreiknings Borgarbyggðar varðandi þessi mál komi í ljós að sveitarfélagið þurfi að hækka gjaldið sem innheimt sé fyrir þessa þjónustu til að það standi undir þeim kostnaði sem til falli ár hvert. Þá telji sveitarfélagið það ótvírætt að með vísan til framangreinds að fasteignareigendur skuli greiða gjald til sveitarfélagsins fyrir þessa þjónustu og hafnar því beiðni íbúans um að gjaldið verði fellt niður. Sorphirða grunnþjónusta Í niðurstöðu nefndarinnar segir að íbúinn hafi afþakkað tunnur við húsið sitt vegna þess að um er að ræða frístundahúsnæði. Gjaldið fyrir tunnurnar sé hærra en hitt, eða um 41 þúsund, og sveitarfélagið hafi orðið við beiðni íbúans um að falla frá því vegna þess að um væri að ræða frístundahúsnæði. En samkvæmt lögum verði þau samt að tryggja sorphirðu og því megi sveitarfélagið rukka hann um gjald fyrir rekstur móttöku- og grenndarstöðva. „Þegar um svokölluð þjónustugjöld er að ræða gilda ýmis sjónarmið um álagningu þeirra, meðal annars að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Fjárhæðin verður einnig að byggjast á traustum útreikningi, en þó hefur verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði, sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Sá sem greiðir þjónustugjöld getur hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sem hlýst af því að veita þjónustuna sé reiknaður nákvæmlega út heldur er heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Þá er einnig tekið fram að áhersla sé lögð á það í lögum að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi og beri því ríkar skyldur til að tryggja að sú þjónusta sé í föstum skorðum. „Þjónustan er þess eðlis að hún má ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki, enda er sveitarfélagi beinlínis skylt að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs.“ Samkvæmt þessu taki gjaldið sem deilt er um mið af áætluðum kostnaði sveitarfélagsins við veitta þjónustu vegna sorphirðu. Gjaldið hafi verið undir raunkostnaði síðustu ár. Kröfu íbúans um að fella niður gjaldið er því hafnað. Sorphirða Borgarbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05 „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Íbúinn andmælti réttmæti gjaldsins og krafðist þess að það yrði gert ógilt vegna þess að í upphafi árs hafi sveitarfélagið lokað öllum grenndarstöðvum og því sé það ógerningur að rukka fyrir rekstur þeirra. Nú sé aðeins hægt að losa sig við sorp á Sólbakka í Borgarnesi sem sé í um 44 kílómetra fjarlægð frá húsi hans og auk þess sé takmarkaður opnunartími þar. Sveitarfélaginu geti þannig vart verið heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sem ekki sé í boði eða aðgengileg. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í lög um meðhöndlun úrgangs og samþykkt sveitarfélagsins um sama mál. Þá segir að gjaldskráin sæki stoð í þetta tvennt og að gjaldinu sé skipt í tvennt eftir því hvaða þjónustu hver fær. Annars vegar í almennan rekstur grenndar- og móttökustöðvar og hins vegar í tunnugjald. Afþakkaði tunnur Kærandi hafi afþakkað sorptunnur við húsið en þá sé gert ráð fyrir að hann greiði hitt gjaldið. Þá segir einnig að kostnaður við sorpmál sé mikill hjá sveitarfélaginu og hafi stöðugt farið vaxandi í takt við auknar kröfur um meðhöndlun úrgangs. Á árinu 2023 hafi rekstrarkostnaður við þennan málaflokk verið rúmlega 280 milljónir króna og 227 milljónir króna á árinu 2022. Tekjur sem sveitarfélagið innheimti hafi verið lægri en það, eða 239 milljónir króna á árinu 2023 og 218 milljónir króna á árinu 2022. Því hafi verið talsverður rekstrarhalli af málaflokknum. Slíkar ruslatunnur er að finna í Borgarnesi í Borgarbyggð. Mynd/Borgarbyggð Sé litið til niðurstöðu rekstrarreiknings Borgarbyggðar varðandi þessi mál komi í ljós að sveitarfélagið þurfi að hækka gjaldið sem innheimt sé fyrir þessa þjónustu til að það standi undir þeim kostnaði sem til falli ár hvert. Þá telji sveitarfélagið það ótvírætt að með vísan til framangreinds að fasteignareigendur skuli greiða gjald til sveitarfélagsins fyrir þessa þjónustu og hafnar því beiðni íbúans um að gjaldið verði fellt niður. Sorphirða grunnþjónusta Í niðurstöðu nefndarinnar segir að íbúinn hafi afþakkað tunnur við húsið sitt vegna þess að um er að ræða frístundahúsnæði. Gjaldið fyrir tunnurnar sé hærra en hitt, eða um 41 þúsund, og sveitarfélagið hafi orðið við beiðni íbúans um að falla frá því vegna þess að um væri að ræða frístundahúsnæði. En samkvæmt lögum verði þau samt að tryggja sorphirðu og því megi sveitarfélagið rukka hann um gjald fyrir rekstur móttöku- og grenndarstöðva. „Þegar um svokölluð þjónustugjöld er að ræða gilda ýmis sjónarmið um álagningu þeirra, meðal annars að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Fjárhæðin verður einnig að byggjast á traustum útreikningi, en þó hefur verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði, sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Sá sem greiðir þjónustugjöld getur hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sem hlýst af því að veita þjónustuna sé reiknaður nákvæmlega út heldur er heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Þá er einnig tekið fram að áhersla sé lögð á það í lögum að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi og beri því ríkar skyldur til að tryggja að sú þjónusta sé í föstum skorðum. „Þjónustan er þess eðlis að hún má ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki, enda er sveitarfélagi beinlínis skylt að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs.“ Samkvæmt þessu taki gjaldið sem deilt er um mið af áætluðum kostnaði sveitarfélagsins við veitta þjónustu vegna sorphirðu. Gjaldið hafi verið undir raunkostnaði síðustu ár. Kröfu íbúans um að fella niður gjaldið er því hafnað.
Sorphirða Borgarbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05 „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05
„Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05