Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 10:57 Vísindamaðurinn eyðir líkleglega því sem eftir er ævi sinnar í rússneskri fanganýlendu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. Anatolíj Maslov er 77 ára gamall eðlisfræðingu. Hann er einn af nokkrum áberandi vísindamönnum sem rússnesk stjórnvöld hafa ákært fyrir landráð á undanförnum árum. Dómstóll í Sankti Pétursborg sakfelldi Maslov á bak við luktar dyr. Reuters-fréttastofan segir að Maslov hafi haldið fram sakleysi sínu. Maslov og tveir samstarfsmenn hans hjá Khristianovich-stofuninni í fræðilegri og hagnýtri aflfræði í Síberíu voru handteknir og ákærðir fyrir landráð í fyrra. Þeir unnu að kennilegum undirstöðum þróunar á hljóðfráum flugskeytum sem gætu ferðast á allt að tíföldum hljóðhraða og komist í gegnum loftvarnarkerfi. Málin gegn vísindamönnunum voru skilgreind sem háleynileg og réttarhöldin yfir þeim hafa því verið lokuð almenningi og fjölmiðlum. Staðarfjölmiðill þar sem vísindastofnun mannanna er staðsett sagði á sínum tíma að þeir væru sakaðir um að afhenda Kína ríkisleyndarmál. Annar eðlisfræðingur, Valeríj Golubkin, var handtekinn og sakaður um að afhenda ónefndu Atlantshafsbandalagsríki ríkisleyndarmál árið 2020. Hann var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir landráð í fyrra. Rússland Erlend sakamál Hernaður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira
Anatolíj Maslov er 77 ára gamall eðlisfræðingu. Hann er einn af nokkrum áberandi vísindamönnum sem rússnesk stjórnvöld hafa ákært fyrir landráð á undanförnum árum. Dómstóll í Sankti Pétursborg sakfelldi Maslov á bak við luktar dyr. Reuters-fréttastofan segir að Maslov hafi haldið fram sakleysi sínu. Maslov og tveir samstarfsmenn hans hjá Khristianovich-stofuninni í fræðilegri og hagnýtri aflfræði í Síberíu voru handteknir og ákærðir fyrir landráð í fyrra. Þeir unnu að kennilegum undirstöðum þróunar á hljóðfráum flugskeytum sem gætu ferðast á allt að tíföldum hljóðhraða og komist í gegnum loftvarnarkerfi. Málin gegn vísindamönnunum voru skilgreind sem háleynileg og réttarhöldin yfir þeim hafa því verið lokuð almenningi og fjölmiðlum. Staðarfjölmiðill þar sem vísindastofnun mannanna er staðsett sagði á sínum tíma að þeir væru sakaðir um að afhenda Kína ríkisleyndarmál. Annar eðlisfræðingur, Valeríj Golubkin, var handtekinn og sakaður um að afhenda ónefndu Atlantshafsbandalagsríki ríkisleyndarmál árið 2020. Hann var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir landráð í fyrra.
Rússland Erlend sakamál Hernaður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira