Fótbolti

Eig­endur Inter í fjárhagskröggum og við það að missa fé­lagið frá sér

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Steven Zhang, stjórnarformaður Inter, heldur á Scudetto-inum sem vannst árið 2021. Hann lét ekki sjá sig í titilfögnuði liðsins um núliðna helgi.
Steven Zhang, stjórnarformaður Inter, heldur á Scudetto-inum sem vannst árið 2021. Hann lét ekki sjá sig í titilfögnuði liðsins um núliðna helgi. Claudio Villa - Inter/Inter via Getty Images

Eigendur Inter Milan virðast ófærir um að endurgreiða neyðarlán sem félagið tók árið 2021. Þeir hafa til klukkan 15 í dag til að endurgreiða 375 milljónir evra, annars fer félagið í hendur bandaríska fjárfestingasjóðsins Oaktree Capital. 

Suning Holdings, kínversk fyrirtækjasamsteypa, á 68,5 prósent eignarhlut í Inter. Samsteypan hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum síðan heimsfaraldur skall á árið 2020.

Árið 2021 fékkst þriggja ára neyðarlán upp á 275 milljónir evra frá bandaríska fjárfestingasjóðnum Oaktree Capital. Að meðtöldum vöxtum stendur Suning frammi fyrir 375 milljón evra skuld.

Suning Holdings lagði eignarhlut sinn í Inter Milan að veði. Síðdegis í dag, klukkan 15 á íslenskum tíma, gjaldfellur lánið og Oaktree Capital er frjálst að hefja yfirtöku á félaginu.

Það er að því gefnu að Suning takist ekki að tryggja fjármagn fyrir þann tíma, sem þykir að svo komnu mjög ólíklegt.

Steven Zhang, stjórnarformaður Inter, hefur reynt eins og hann getur að komast hjá því að missa félagið frá sér. 

Bæði reyndi hann að selja félagið, án árangus, og hafði einnig lengi verið í viðræðum við Pimco, fjárfestingasjóð í eigu Allianz, um yfirtöku á láninu en þær viðræður virðast nú hafa staðnað og engar frekari fréttir borist.

Á sunnudag átti Steven Zhang að að flytja ávarp í titilfögnuði Inter í Sforzeco kastalanum í Mílano en hætti við á síðustu stundu og hefur ekki sést opinberlega síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×