Fótbolti

Löðrungaði son sinn fyrir að gera lítið úr Juventus

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lillian Thuram og Marcus Thuram fögnuðu meistaratitli Inter Milan saman. Sá eldri vildi ekki gera lítið úr andstæðingum sonar síns.
Lillian Thuram og Marcus Thuram fögnuðu meistaratitli Inter Milan saman. Sá eldri vildi ekki gera lítið úr andstæðingum sonar síns. Mairo Cinquetti/NurPhoto via Getty Images

Lillian Thuram var ekki par sáttur með son sinn, Marcus Thuram, þegar hann hoppaði og klappaði fyrir lagi sem gerir lítið úr Juventus.

Atvikið átti sér stað í fagnaðarlátum eftir leik Inter Milan og Lazio sem endaði með 1-1 jafntefli.

Stuðningsmenn Inter sungu þar lag, sem þýðist lauslega á íslensku: „Þeir sem ekki hoppa eru svartir og hvítir, hoppaðu af þú hatar Juventus!“

Thuram yngri hoppaði og klappaði manna hæst. Thuram eldri greip þá til gamalreyndra ráða til að stilla son sinn af.

Thuram eldri er auðvitað fyrrum leikmaður Juventus og myndaði eitt ógnvænlegasta miðvarðapar síns tíma samhliða Fabio Cannavaro. Hann spilaði með félaginu frá 2001-06 og vann ítalska titilinn fjórum sinnum, en tveir þeirra titla voru vissulega teknir af Juventus í kjölfar calciopoli skandalsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×