Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 11:22 Eiríkur Bergmann segir allt líta út fyrir að þyrluslysið í gær hafi verið raunverulegt slys en samsæriskenningar um annað fari eflaust á kreik. Vísir/Arnar/Getty. Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“ Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56