Innlent

Tveir prestar og tveir djáknar vígðir í Skál­holti

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Allir eru velkomnir við athöfnina í Skálholsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu klukkan 17:00.
Allir eru velkomnir við athöfnina í Skálholsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu klukkan 17:00. Aðsend

Það verður hátíðarstund í Skálholtsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu en þá verða vígðir tveir prestar og tveir djáknar. Vígsluvottar verða tíu prestar og djáknar. Vígslumessan er opin öllum.

Athöfnin fer fram klukkan 17:00 í Skálholti og búist er við fjölmenni við athöfnina enda ekki á hverjum degi sem tveir prestar eru vígðir og tveir djáknar í sömu athöfninni. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti mun sjá um vígsluna.

„Prestarnir eru Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sem er að fara í Lágafellskirkju og svo er það hún Steinunn Anna Baldvinsdóttir í Seljakirkju og djáknarnir eru Bergþóra Ragnarsdóttir, sem kemur í Skálholtsprestakall og Ívar Valbergsson í Keflavíkurkirkju,” segir Kristján.

Eru miklar serimoníur í kringum svona vígslu eða hvað?

„Já, já, það er heilmikið. Það þarf að tóna þetta á latínu líka svo heilagur andi heyri þetta vel og skilja allt sem fram fer, hann er ákallaður yfir þá, sem eru að þiggja vígsluna og það er bara mjög djúpt og merkilegt í lífi allra að ganga undir það.”

Og Kristján Björnsson verður í hlutverki biskups Íslands við vígsluna.

„Já í athöfninni er ég það því ég gegni þjónustu biskups Íslands alltaf þegar biskup Íslands felur mér svona verkefni og vígslur eru bara mjög djúp og guðfræðileg atvik í lífi kirkjunnar og þá þarf að vera biskup til að gera það,” segir Kristján.

Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sem mun sjá um vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hvernig tilfinning er það að fá að vera biskup í smástund?

„Það er búið að vera mjög góð tilfinning alltaf”, segir hann hlæjandi.

Það má bæta því við að Skálholtskórinn mun syngja við athöfnina á morgun og Jón Bjarnason verður organisti og auk þess munu tveir trompetleikarar spila. Vígslumessan er opin öllum og allir velkomnir í Skálholt á morgun, annan í hvítasunnu.

Reiknað er með fjölmenni í Skálholt á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×