Útgjöld ríkissjóðs vegna Grindavíkur hátt í hundrað milljarðar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2024 20:30 Bjarni Benediksson kynnti aðgerðir vegna Grindavíkur á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Heildarumfang útgjalda sem ríkissjóður hefur efnt til vegna náttúruhamfara við Grindavík stefnir í hundrað milljarða. Forsætisráðherra segir skyldur gagnvart heimilum vega þyngra en gagnvart atvinnustarfsemi. Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Þar voru kynntar tillögur að stuðningslánum til grindvískra heimila og fyrirækja í bænum að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að mæta kröfum allra. „En við höfum gengið mjög langt. Heildarumfang útgjaldanna sem við höfum efnt til vegna Grindavíkur stefnir í átt að hundrað milljörðum.” Ekki stendur til að ríkið kaupi upp atvinnuhúsnæði líkt gert var við íbúðarhúsnæði. „Það er meðal annars vegna þess að við lítum þannig á að skyldur okkar gagnvart heimilum séu ríkari en gagnvart atvinnustarfsemi, sem alltaf hlýtur í eðli sínu upp að vissu marki að vera áhættusöm. Við erum með fyrirkomulag hér á landi í hlutafélagaforminu sem tryggir að menn geti takmarkað áhættu sína.“ Önnur úrræði en uppkaup standi fyrirtækjaeigundum til boða. „Við erum með viðspyrnustyrkina, þetta eru hreinir styrkir til rekstraraðila vegna þess að tekjur þeirra hafa skroppið saman. Við erum að borga laun fyrir þá sem ekki geta sótt vinnu og svo framvegis,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, minnti á að Grindvíkingar hefðu lagt mikið til þjóðarbúsins í gegnum árin og ætli sér að gera það áfram. „Auðvitað hefðum við gjarnan vilja sjá meira, sérstaklega fyrir fyrirtækin, en eins og forsætisráðherra sagði þá er ekki hægt að gera allt fyrir alla. En við þökkum fyrir það sem vel er gert.“ Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé hátt í hundrað milljarðar.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Þar voru kynntar tillögur að stuðningslánum til grindvískra heimila og fyrirækja í bænum að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að mæta kröfum allra. „En við höfum gengið mjög langt. Heildarumfang útgjaldanna sem við höfum efnt til vegna Grindavíkur stefnir í átt að hundrað milljörðum.” Ekki stendur til að ríkið kaupi upp atvinnuhúsnæði líkt gert var við íbúðarhúsnæði. „Það er meðal annars vegna þess að við lítum þannig á að skyldur okkar gagnvart heimilum séu ríkari en gagnvart atvinnustarfsemi, sem alltaf hlýtur í eðli sínu upp að vissu marki að vera áhættusöm. Við erum með fyrirkomulag hér á landi í hlutafélagaforminu sem tryggir að menn geti takmarkað áhættu sína.“ Önnur úrræði en uppkaup standi fyrirtækjaeigundum til boða. „Við erum með viðspyrnustyrkina, þetta eru hreinir styrkir til rekstraraðila vegna þess að tekjur þeirra hafa skroppið saman. Við erum að borga laun fyrir þá sem ekki geta sótt vinnu og svo framvegis,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, minnti á að Grindvíkingar hefðu lagt mikið til þjóðarbúsins í gegnum árin og ætli sér að gera það áfram. „Auðvitað hefðum við gjarnan vilja sjá meira, sérstaklega fyrir fyrirtækin, en eins og forsætisráðherra sagði þá er ekki hægt að gera allt fyrir alla. En við þökkum fyrir það sem vel er gert.“ Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé hátt í hundrað milljarðar.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Sjá meira