Napoli leiðir kapphlaupið en Juventus tilbúið að láta Genoa fá tvo fyrir Albert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 11:30 Albert Guðmundsson er undir smásjá stærstu liða Ítalíu. getty/Image Photo Agency Svo virðist sem stærstu lið Ítalíu muni berjast um að kaupa Albert Guðmundsson í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur átt afar gott tímabil með Genoa í vetur. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Napoli sé sem stendur fremst í kapphlaupinu um Albert. Hann sé þó ekki eini kosturinn sem Napoli horfi til og framhaldið ráðist einnig af því hver næsti knattspyrnustjóri liðsins verður. Francesco Calzona stýrir Napoli og hefur gert síðan Walter Mazzari var rekinn í febrúar en er bara samningsbundinn út tímabilið. Rudi García byrjaði tímabilið sem stjóri Napoli en var látinn fara í nóvember á síðasta ári. Titilvörn Napoli hefur verið afleit en liðið er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Juventus er einnig með í baráttunni um Albert og samkvæmt Di Marzio er félagið tilbúið að láta Genoa fá tvo leikmenn fyrir íslenska landsliðsmanninn. Þetta eru miðjumennirnir Fabio Miretti og Enzo Barrenechea. Sá fyrrnefndi hefur leikið með Juventus allan sinn feril en sá síðarnefndi er á láni hjá Frosinone. Il #Napoli ha sondato il #Genoa per #Gudmundsson ed è oggi la squadra italiana più avanti. Non è l'unica opzione per il Napoli davanti, ma ci sono stati contatti già tra club e gli azzurri vorrebbero anticipare la concorrenza— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) May 13, 2024 Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Lautari Martínez hjá Inter (24 mörk), Dusan Vlahovic hjá Juventus (16) og Victor Osimhen hjá Napoli (15) hafa skorað meira. Gneoa er í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Napoli sé sem stendur fremst í kapphlaupinu um Albert. Hann sé þó ekki eini kosturinn sem Napoli horfi til og framhaldið ráðist einnig af því hver næsti knattspyrnustjóri liðsins verður. Francesco Calzona stýrir Napoli og hefur gert síðan Walter Mazzari var rekinn í febrúar en er bara samningsbundinn út tímabilið. Rudi García byrjaði tímabilið sem stjóri Napoli en var látinn fara í nóvember á síðasta ári. Titilvörn Napoli hefur verið afleit en liðið er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Juventus er einnig með í baráttunni um Albert og samkvæmt Di Marzio er félagið tilbúið að láta Genoa fá tvo leikmenn fyrir íslenska landsliðsmanninn. Þetta eru miðjumennirnir Fabio Miretti og Enzo Barrenechea. Sá fyrrnefndi hefur leikið með Juventus allan sinn feril en sá síðarnefndi er á láni hjá Frosinone. Il #Napoli ha sondato il #Genoa per #Gudmundsson ed è oggi la squadra italiana più avanti. Non è l'unica opzione per il Napoli davanti, ma ci sono stati contatti già tra club e gli azzurri vorrebbero anticipare la concorrenza— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) May 13, 2024 Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Lautari Martínez hjá Inter (24 mörk), Dusan Vlahovic hjá Juventus (16) og Victor Osimhen hjá Napoli (15) hafa skorað meira. Gneoa er í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.
Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira