Innlent

Land­ris heldur á­fram á sama hraða

Kjartan Kjartansson skrifar
Jarðskjálftavirknin nú er meðal annars sunnan við fjallið Þorbjörn við Grindavík.
Jarðskjálftavirknin nú er meðal annars sunnan við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Vísir/Vilhelm

Svipuð staða er í Svartsengi og undanfarna daga með áframhaldandi landrisi. Kvikusöfnun er sögð halda áfram á sama hraða og áður og fyrirvari á öðru gosi gæti orðið mjög stuttur.

Áfram eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi næstu daga, að því er kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Um sextíu jarðskjálftar hafa mælst á kvikuganginum síðasta sólarhringinn en það er svipuð virkni og mæst hefur síðustu daga. Flestir skjálftanna eru á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar.

Líklegast er að gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni. Síðasta gosi þar lauk í síðustu viku en það hafði þá staðið yfir í tæpa tvo mánuði.

Merki um nýtt kvikuhlaup eru sögð líkt og áður staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingarbreytingar í borholum á svæðinu.


Tengdar fréttir

Næsta gos gæti hafist á hverri stundu

Nýjar gossprungur gætu opnast með litlum sem engum fyrirvara og land heldur áfram að rísa í Svartsengi. Nokkuð hefur verið um smáskjálfta á svæðinu í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×