Umgengni og viðhorf til fatagáma hafi farið hríðversnandi Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2024 06:47 Guðbjörg á ekki von á því að Rauði krossinn endurskipuleggi tæmingu þegar svo stutt er í að Sorpa taki við verkefninu. Á myndinni til hægri er má sjá hvernig staðan var við Klambratún í vikunni. Vísir/Arnar og Sunna Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins segir slæma umgengni við fatagámana hafa aukist mikið síðustu ár. Fjallað hefur verið um það í hverfagrúppum á Facebook síðustu daga að fatagámar séu fullir og búið að tæta úr pokum. Sorpa tekur við söfnun textíls úr fatagámum í júní. „Það er alltaf mikil aukning á sumrin og vorin þegar það fer að birta og fólk fer að taka til. Við höfum ekki undan a þessum tíma með þau tæki og mannskap sem við höfum. Við gerum okkar besta og þetta hefst fyrir rest, en þetta er óskemmtilegt,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. „En það sem hjálpar ekki er umgengnin. Viðhorfið er líka mjög erfitt. Við erum ekki opinber aðili heldur mannúðarsamtök í fjáröflun þannig það er kannski ekki hægt að gera sömu kröfur. Við reynum að gera þetta eins vel og við getum.“ Þessi mynd er tekin í Vesturbænum í vikunni. Guðbjörg segir umgengni og viðhorf til fatagámanna hafa farið hríðversnandi. Það hafi aukist síðustu ár að fólk sé að sækja sér föt í gámana. „Við erum töluvert að lenda í því að fólk er að fara í gámana, tekur úr þeim, og það sé rifið úr og tætt. Ef fólk sér einhver tækifæri. Þetta er mjög algengt. Þetta er allskonar, en slæm umgengi hefur verið að gera okkur mjög erfitt fyrir,“ segir hún og að þetta hafi aukist síðustu tvö árin. Bæta við 60 fatagámum Greint var frá því fyrr á þessu ári að söfnun á textíl myndi fara yfir frá Sorpu. Það er samkvæmt nýjum lögum. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Í fréttum fyrr á árinu kom fram að Rauði krossinn myndi ekki anna því álagi og því tæki Sorpa við verkefninu. Guðbjörg segir þessa tilfærslu gerða í sátt og samlyndi. Tilfærslan á verkefninu sé að hefjast og það muni að einhverju leyti hafa áhrif á söfnun textílsins. „Fatasöfnunin á grenndargámum er að fara yfir til Sorpu og yfirfærslan fer af stað í júní. Þá verður gámum bætt við. Sorpa hefur meira fjármagn, eru stærri og ráða betur við verkefnið. Vonand lagast þetta í kjölfarið á því,“ segir Guðbjörg. Hún segir Rauða krossinn þó ekki hættan í fatasöfnun. Þau muni endurskipuleggja verkefnið og langi að koma á fót mótttökustöð í Skútuvoginum þar sem flokkun fer nú fram. „Þetta er þungt og erfitt og slæm umgengni og slæm umræða hjálpar okkur ekki. Við höfum gert þetta lengi og þetta hefur alltaf gerst að einhverju leyti og erfitt að eiga við það. Fólki finnst sjálfsagt að skilja eftir fötin við grenndargámana, en það býður bara upp á það að pokarnir séu rifnir og tættir,“ segir Guðbjörg. Ekki skilja eftir við fullan gám „Það sem myndi hjálpa mest er að fólk skilji ekki poka eftir við grenndargámana ef pokarnir komast ekki í þá. En þetta er tímabil, vorið og sumarið, magnið er meira og þetta strembið. En það er líka mín tilfinning að magnið sé að aukast almennt,“ segir Guðbjörg og að af því að Rauði krossinn bæti ekki í þjónustuna nú þegar svo stutt er í að Sorpa taki við geti verið að það sé „meiri hiksti“ en vanalega. Þetta tvennt spili þá saman. Ef þau væru að halda verkefninu áfram myndu þau endurskipuleggja en þau geri það ekki úr þessu. Hún ítrekar þó að ef fatasöfnunargámarnir eru fullir eigi fólk alltaf frekar að fara með pokann í annan gám eða á endurvinnslustöð. „Við erum alltaf á fullu og vonandi komumst við yfir þetta. Þessi umræða er alltaf hræðilega leiðinleg og þótt það sé á okkar ábyrgð að safna þessu saman, þá á fólk líka að ganga vel um.“ Umhverfismál Sorpa Félagasamtök Loftslagsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
„Það er alltaf mikil aukning á sumrin og vorin þegar það fer að birta og fólk fer að taka til. Við höfum ekki undan a þessum tíma með þau tæki og mannskap sem við höfum. Við gerum okkar besta og þetta hefst fyrir rest, en þetta er óskemmtilegt,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. „En það sem hjálpar ekki er umgengnin. Viðhorfið er líka mjög erfitt. Við erum ekki opinber aðili heldur mannúðarsamtök í fjáröflun þannig það er kannski ekki hægt að gera sömu kröfur. Við reynum að gera þetta eins vel og við getum.“ Þessi mynd er tekin í Vesturbænum í vikunni. Guðbjörg segir umgengni og viðhorf til fatagámanna hafa farið hríðversnandi. Það hafi aukist síðustu ár að fólk sé að sækja sér föt í gámana. „Við erum töluvert að lenda í því að fólk er að fara í gámana, tekur úr þeim, og það sé rifið úr og tætt. Ef fólk sér einhver tækifæri. Þetta er mjög algengt. Þetta er allskonar, en slæm umgengi hefur verið að gera okkur mjög erfitt fyrir,“ segir hún og að þetta hafi aukist síðustu tvö árin. Bæta við 60 fatagámum Greint var frá því fyrr á þessu ári að söfnun á textíl myndi fara yfir frá Sorpu. Það er samkvæmt nýjum lögum. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Í fréttum fyrr á árinu kom fram að Rauði krossinn myndi ekki anna því álagi og því tæki Sorpa við verkefninu. Guðbjörg segir þessa tilfærslu gerða í sátt og samlyndi. Tilfærslan á verkefninu sé að hefjast og það muni að einhverju leyti hafa áhrif á söfnun textílsins. „Fatasöfnunin á grenndargámum er að fara yfir til Sorpu og yfirfærslan fer af stað í júní. Þá verður gámum bætt við. Sorpa hefur meira fjármagn, eru stærri og ráða betur við verkefnið. Vonand lagast þetta í kjölfarið á því,“ segir Guðbjörg. Hún segir Rauða krossinn þó ekki hættan í fatasöfnun. Þau muni endurskipuleggja verkefnið og langi að koma á fót mótttökustöð í Skútuvoginum þar sem flokkun fer nú fram. „Þetta er þungt og erfitt og slæm umgengni og slæm umræða hjálpar okkur ekki. Við höfum gert þetta lengi og þetta hefur alltaf gerst að einhverju leyti og erfitt að eiga við það. Fólki finnst sjálfsagt að skilja eftir fötin við grenndargámana, en það býður bara upp á það að pokarnir séu rifnir og tættir,“ segir Guðbjörg. Ekki skilja eftir við fullan gám „Það sem myndi hjálpa mest er að fólk skilji ekki poka eftir við grenndargámana ef pokarnir komast ekki í þá. En þetta er tímabil, vorið og sumarið, magnið er meira og þetta strembið. En það er líka mín tilfinning að magnið sé að aukast almennt,“ segir Guðbjörg og að af því að Rauði krossinn bæti ekki í þjónustuna nú þegar svo stutt er í að Sorpa taki við geti verið að það sé „meiri hiksti“ en vanalega. Þetta tvennt spili þá saman. Ef þau væru að halda verkefninu áfram myndu þau endurskipuleggja en þau geri það ekki úr þessu. Hún ítrekar þó að ef fatasöfnunargámarnir eru fullir eigi fólk alltaf frekar að fara með pokann í annan gám eða á endurvinnslustöð. „Við erum alltaf á fullu og vonandi komumst við yfir þetta. Þessi umræða er alltaf hræðilega leiðinleg og þótt það sé á okkar ábyrgð að safna þessu saman, þá á fólk líka að ganga vel um.“
Umhverfismál Sorpa Félagasamtök Loftslagsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira