Telja að hann hafi sent tvíburabróðurinn til Rúmeníu í sinn stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 07:00 Edgar eða Edelino í leik með Dinamo Búkarest. Flaviu Buboi/NurPhoto via Getty Images) Edgar Miguel Ié, leikmaður Dinamo Búkarest í Rúmeníu, hefur verið sakaður um að senda tvíburabróður sinn að spila fyrir rúmenska félagið. Orðrómur sem er lyginni líkastur skekur nú rúmenska knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hinn þrítugi Edgar, sem var á mála hjá Barcelona frá 2012 til 2015, samdi við Búkarest fyrr á þessu ári eftir að hafa sagt skilið við İstanbul Başakşehir í Tyrklandi. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Edgar hafi í raun aldrei spilað í Rúmeníu heldur sé um að ræða tvíburabróðir hans, Edelino. Segir í frétt talkSPORT um félaginu hafi brugðið þar sem leikmaðurinn tali ekki stakt orð í ensku en félagið taldi að hann væri meira en fær um að tjá sig á ensku. Þess í stað gat hann aðeins tjáð sig á portúgölsku. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem Edgar hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Eftir að fara frá Barcelona til Villarel B þá samdi hann við Belenenses í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Frakklands þar sem hann lék með Lille og Nantes. Lék hann einnig með hollenska stórliðinu Feyenoord áður en samið var við Trabzanspor í Tyrklandi. Þaðan færði Edgar sig yfir til Başakşehir og svo loks Búkarest. Ofan á þetta á Edgar fjölda yngri landsleikja að baki fyrir Portúgal sem og hann lék á Ólympíuleikunum árið 2016. Hann lék einn A-landsleik árið 2017 en þar sem þeir urðu ekki fleiri og nægilega langt var liðið síðan hann lék landsleikinn fékk hann að skipta yfir til landsliðs Gínea-Bissá árið 2023. Síðan þá hefur hann leikið þrjá A-landsleik fyrir þjóðina. Hvað Edelino varðar þá hefur hann að mestu haldið sig í Portúgal. Það er þangað til á síðasta ári þegar hann samdi við Tluchovia í Póllandi. Sá samningur rann út í janúar og er hann án félags. Þá er vert að taka fram að á vefsíðunni Transfermarkt segir að Edgar sé miðvörður á meðan Edelino sé hægri vængmaður. 😲 La gran estafa del fútbol moderno: un ex del Barcelona ficha por el Dínamo ¡¡y su hermano gemelo se hace pasar por él!! 👬 https://t.co/FfVDdzHOEw— MARCA (@marca) May 13, 2024 Dinamo Búkarest tekur málinu alvarlega enda gætu átta stig verið dregin af því komi í ljós að það hafi ítrekað spilað ólöglegum leikmanni. Ku félagið hafa beðið leikmanninn um að framvísa ökuskírteini en hann neitaði. Háttsettur aðili innan rúmenska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali við staðarmiðilinn iAMsport að það væru einfaldlega engin fordæmi né regluverk í kringum atvik sem þetta. Dinamo Búkarest er í nægilega miklum vandræðum eins og er en liðið er sem stendur tveimur stigum frá öruggu sæti í efstu deild. Fari svo að stig verði tekin af liðinu blasir fallið einfaldlega við. Fótbolti Rúmenía Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Orðrómur sem er lyginni líkastur skekur nú rúmenska knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hinn þrítugi Edgar, sem var á mála hjá Barcelona frá 2012 til 2015, samdi við Búkarest fyrr á þessu ári eftir að hafa sagt skilið við İstanbul Başakşehir í Tyrklandi. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Edgar hafi í raun aldrei spilað í Rúmeníu heldur sé um að ræða tvíburabróðir hans, Edelino. Segir í frétt talkSPORT um félaginu hafi brugðið þar sem leikmaðurinn tali ekki stakt orð í ensku en félagið taldi að hann væri meira en fær um að tjá sig á ensku. Þess í stað gat hann aðeins tjáð sig á portúgölsku. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem Edgar hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Eftir að fara frá Barcelona til Villarel B þá samdi hann við Belenenses í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Frakklands þar sem hann lék með Lille og Nantes. Lék hann einnig með hollenska stórliðinu Feyenoord áður en samið var við Trabzanspor í Tyrklandi. Þaðan færði Edgar sig yfir til Başakşehir og svo loks Búkarest. Ofan á þetta á Edgar fjölda yngri landsleikja að baki fyrir Portúgal sem og hann lék á Ólympíuleikunum árið 2016. Hann lék einn A-landsleik árið 2017 en þar sem þeir urðu ekki fleiri og nægilega langt var liðið síðan hann lék landsleikinn fékk hann að skipta yfir til landsliðs Gínea-Bissá árið 2023. Síðan þá hefur hann leikið þrjá A-landsleik fyrir þjóðina. Hvað Edelino varðar þá hefur hann að mestu haldið sig í Portúgal. Það er þangað til á síðasta ári þegar hann samdi við Tluchovia í Póllandi. Sá samningur rann út í janúar og er hann án félags. Þá er vert að taka fram að á vefsíðunni Transfermarkt segir að Edgar sé miðvörður á meðan Edelino sé hægri vængmaður. 😲 La gran estafa del fútbol moderno: un ex del Barcelona ficha por el Dínamo ¡¡y su hermano gemelo se hace pasar por él!! 👬 https://t.co/FfVDdzHOEw— MARCA (@marca) May 13, 2024 Dinamo Búkarest tekur málinu alvarlega enda gætu átta stig verið dregin af því komi í ljós að það hafi ítrekað spilað ólöglegum leikmanni. Ku félagið hafa beðið leikmanninn um að framvísa ökuskírteini en hann neitaði. Háttsettur aðili innan rúmenska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali við staðarmiðilinn iAMsport að það væru einfaldlega engin fordæmi né regluverk í kringum atvik sem þetta. Dinamo Búkarest er í nægilega miklum vandræðum eins og er en liðið er sem stendur tveimur stigum frá öruggu sæti í efstu deild. Fari svo að stig verði tekin af liðinu blasir fallið einfaldlega við.
Fótbolti Rúmenía Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira