Vilja bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. maí 2024 17:00 Alþingi hefur samþykkt aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku. „Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls,“ segir í inngangi greinargerðar þingsályktunartillögunnar. Sagt er að ekkert ákvæði um íslenska tungu sé að finna í stjórnarskrá landsins, en tilraunir hafi verið gerðar til að breyta því. Í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur til stjórnskipunarlaga sem ætlað var að breyta stjórnarskránni þannig að fjallað væri um íslenska tungu og táknmál í sérstakri grein, náði ekki fram að ganga. Greinin hefði hljóðað svo: „Íslenska er ríkismál Íslands og skal ríkisvaldið styðja hana og vernda.“ Í innganginum segir enn frekar: „Jákvætt viðhorf til tungumálsins er kjarni íslenskrar málstefnu og felur í sér viljann til þess að varðveita tungumálið en um leið að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum. Fjallað er um mikilvægi stuðnings við íslenska tungu í stjórnarsáttmála. Þar er lögð áhersla á að börn og ungmenni nýti tungumálið og stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra. Íslenskan sé dýrmæt auðlind sem eigi að vera skapandi og frjór hluti af umhverfinu. Tekið er sérstaklega fram að huga þurfi að íslenskukennslu barna og ungmenna, fullorðinna innflytjenda og íslenskunema til að mæta breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þá á áfram að vinna að því að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi með áherslu á máltækni.“ Starfstengt íslenskunám og bætt gæði kennslu fyrir innflytjendur Í tillögunni segir að aðgengi og fjölbreytni íslenskunáms fullorðinna innflytjenda verði aukin með eflingu starfstengdrar íslenskufræðslu og talþjálfunar samhliða starfi. Áhersla verði lögð á starfstengdan orðaforða á einstaklingsmiðaðan og sveigjanlegan hátt. Fyrirtæki geti sótt um stuðning til að útfæra íslenskunám á vinnustað og jafnframt verði metið á hvaða starfssviðum brýnust þörf sé fyrir aukna íslenskukunnáttu. Stjórnvöld vilja nú bæta aðgengi og fjölbreytni íslenskunáms innflytjenda. Þess er óskandi að þau láti kné fylgja kviði í þeim efnum að þessu sinni.Vísir/Einar Ljóst er að stjórnvöld vilja í orði kveðnu að minnsta kosti bregðast við bágri íslenskukunnáttu innflytjenda hér á landi, en mikil umræða hefur verið um þau mál síðustu vikur sérstaklega, eftir að fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu í Mýrdalshreppi hlaut samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Vilja bregðast við stórauknu ensku máláreiti Sagt er að tæknibyltingar og samfélagsbreytingar undanfarinna áratuga hafi stóraukið enskunotkun og enskt máláreiti í íslensku samfélagi. Aukin enskunotkun í málumhverfi barna á máltökuskeiði sé líkleg til að valda breytingum á bæði formi íslenskunnar og notkun hennar og því þurfi að huga vel að málumhverfi barna og ungmenna. Stjórnvöld vilja að „greining verði gerð á umfangi og möguleikum fyrir aukna talsetningu og textun myndefnis á íslensku, með áherslu á börn og ungmenni og heyrnar- og sjónskerta, með það fyrir augum að setja á laggirnar sjóð sem styrki talsetningu og textun, svo sem á vegum framleiðenda, fjölmiðlaveitna og kvikmyndahúsa“. Framtíð máltækni og efling íslenskra máltækniinnviða eru einnig til nokkurs umtals í áætluninni. Þá er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, flutningsmaður tillögunnar, nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún fór fyrir íslenskri sendinefnd um máltækni. Mikil áhersla var þar lögð á að nýjasta tækni verði aðgengileg á íslensku, en sendinefndin fundaði stíft með hátæknifyrirtækjum á vesturströnd Bandaríkjanna sem eru leiðandi í framleiðslu á eftirsóknarverðum hugbúnaði. Lilja segir í tilkynningu að í mörg horn sé að líta þegar komi að viðhaldi og þróun íslenskunnar. Íslendingar verði að hafa tæknina með sér í liði til þess að geta þróað tungumálakennslu og gert hana aðgengilega. Lilja fór fyrir íslenskri sendinefnd um máltækni sem fundaði stíft með hátæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum í síðustu viku.Aldís Pálsdóttir Meðal lykilaðgerðanna sem samþykktar voru eru: Starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur samhliða vinnu Bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur Virkjun Samevrópska tungumálarammans Fjarnám í íslensku á BA-stigi Sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli Háskólabrú fyrir innflytjendur Viðhorf til íslensku Mikilvægi lista og menningar Aukin talsetning og textun á íslensku Íslenskugátt Öflug skólasöfn Vefgátt fyrir rafræn námsgögn Samræmt verklag um móttöku, kennslu og þjónustu Efling íslenskuhæfni starfsfólks í leik- og grunnskólum og frístundastarfi Samþætting íslensku og erlendra móðurmála á fagtengdum grunnnámskeiðum starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og umönnunargreinum Framtíð máltækni Íslenska handa öllum Íslenska er sjálfsagt mál Starfsþróun og hæfni þeirra sem kenna íslensku sem annað mál Aðgerðaráætlunina í heild sinni má finna á vef Alþingis, sem og allar umræður um hana og umsagnir. Íslensk tunga Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Máltækni Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
„Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls,“ segir í inngangi greinargerðar þingsályktunartillögunnar. Sagt er að ekkert ákvæði um íslenska tungu sé að finna í stjórnarskrá landsins, en tilraunir hafi verið gerðar til að breyta því. Í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur til stjórnskipunarlaga sem ætlað var að breyta stjórnarskránni þannig að fjallað væri um íslenska tungu og táknmál í sérstakri grein, náði ekki fram að ganga. Greinin hefði hljóðað svo: „Íslenska er ríkismál Íslands og skal ríkisvaldið styðja hana og vernda.“ Í innganginum segir enn frekar: „Jákvætt viðhorf til tungumálsins er kjarni íslenskrar málstefnu og felur í sér viljann til þess að varðveita tungumálið en um leið að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum. Fjallað er um mikilvægi stuðnings við íslenska tungu í stjórnarsáttmála. Þar er lögð áhersla á að börn og ungmenni nýti tungumálið og stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra. Íslenskan sé dýrmæt auðlind sem eigi að vera skapandi og frjór hluti af umhverfinu. Tekið er sérstaklega fram að huga þurfi að íslenskukennslu barna og ungmenna, fullorðinna innflytjenda og íslenskunema til að mæta breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þá á áfram að vinna að því að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi með áherslu á máltækni.“ Starfstengt íslenskunám og bætt gæði kennslu fyrir innflytjendur Í tillögunni segir að aðgengi og fjölbreytni íslenskunáms fullorðinna innflytjenda verði aukin með eflingu starfstengdrar íslenskufræðslu og talþjálfunar samhliða starfi. Áhersla verði lögð á starfstengdan orðaforða á einstaklingsmiðaðan og sveigjanlegan hátt. Fyrirtæki geti sótt um stuðning til að útfæra íslenskunám á vinnustað og jafnframt verði metið á hvaða starfssviðum brýnust þörf sé fyrir aukna íslenskukunnáttu. Stjórnvöld vilja nú bæta aðgengi og fjölbreytni íslenskunáms innflytjenda. Þess er óskandi að þau láti kné fylgja kviði í þeim efnum að þessu sinni.Vísir/Einar Ljóst er að stjórnvöld vilja í orði kveðnu að minnsta kosti bregðast við bágri íslenskukunnáttu innflytjenda hér á landi, en mikil umræða hefur verið um þau mál síðustu vikur sérstaklega, eftir að fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu í Mýrdalshreppi hlaut samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Vilja bregðast við stórauknu ensku máláreiti Sagt er að tæknibyltingar og samfélagsbreytingar undanfarinna áratuga hafi stóraukið enskunotkun og enskt máláreiti í íslensku samfélagi. Aukin enskunotkun í málumhverfi barna á máltökuskeiði sé líkleg til að valda breytingum á bæði formi íslenskunnar og notkun hennar og því þurfi að huga vel að málumhverfi barna og ungmenna. Stjórnvöld vilja að „greining verði gerð á umfangi og möguleikum fyrir aukna talsetningu og textun myndefnis á íslensku, með áherslu á börn og ungmenni og heyrnar- og sjónskerta, með það fyrir augum að setja á laggirnar sjóð sem styrki talsetningu og textun, svo sem á vegum framleiðenda, fjölmiðlaveitna og kvikmyndahúsa“. Framtíð máltækni og efling íslenskra máltækniinnviða eru einnig til nokkurs umtals í áætluninni. Þá er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, flutningsmaður tillögunnar, nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún fór fyrir íslenskri sendinefnd um máltækni. Mikil áhersla var þar lögð á að nýjasta tækni verði aðgengileg á íslensku, en sendinefndin fundaði stíft með hátæknifyrirtækjum á vesturströnd Bandaríkjanna sem eru leiðandi í framleiðslu á eftirsóknarverðum hugbúnaði. Lilja segir í tilkynningu að í mörg horn sé að líta þegar komi að viðhaldi og þróun íslenskunnar. Íslendingar verði að hafa tæknina með sér í liði til þess að geta þróað tungumálakennslu og gert hana aðgengilega. Lilja fór fyrir íslenskri sendinefnd um máltækni sem fundaði stíft með hátæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum í síðustu viku.Aldís Pálsdóttir Meðal lykilaðgerðanna sem samþykktar voru eru: Starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur samhliða vinnu Bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur Virkjun Samevrópska tungumálarammans Fjarnám í íslensku á BA-stigi Sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli Háskólabrú fyrir innflytjendur Viðhorf til íslensku Mikilvægi lista og menningar Aukin talsetning og textun á íslensku Íslenskugátt Öflug skólasöfn Vefgátt fyrir rafræn námsgögn Samræmt verklag um móttöku, kennslu og þjónustu Efling íslenskuhæfni starfsfólks í leik- og grunnskólum og frístundastarfi Samþætting íslensku og erlendra móðurmála á fagtengdum grunnnámskeiðum starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og umönnunargreinum Framtíð máltækni Íslenska handa öllum Íslenska er sjálfsagt mál Starfsþróun og hæfni þeirra sem kenna íslensku sem annað mál Aðgerðaráætlunina í heild sinni má finna á vef Alþingis, sem og allar umræður um hana og umsagnir.
Íslensk tunga Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Máltækni Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22