Er þetta í alvöru verðlaunaefni? Snorri Másson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu er í Mýrdalshreppi og hlaut það samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Meira en 60% íbúa í Mýrdalshreppi hafa erlent ríkisfang og þeim hefur fjölgað stöðugt. Fyrir tveimur árum ákvað sveitarstjórnin þar að koma á laggirnar enskumælandi pólitísku ráði til þess að vera ráðgefandi um ýmis málefni sveitarfélagsins. Þar má segja að ákveðin stífla hafi brostið gagnvart íslenskri tungu, sem hefur hingað til verið eina opinbera málið í landinu – nú fer stjórnsýsla í landinu fram á íslensku og ensku; því verður ekki lýst öðruvísi. Sporin hræða… Svona atburður ætti að vekja alla til alvarlegrar umhugsunar um þróunina, enda byrjar þetta smátt en getur hratt undið upp á sig. Loks getur komið að því að það mun þykja sjálfsögð „sanngirni“ að halda til dæmis þingfundi á ensku. Mörgum finnst þetta þó ekki tiltökumál. Þegar Mýrdalshreppur innleiddi ensku stjórnsýsluna á sínum tíma árið 2022 skrifaði Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar: „Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða?“ Meira svona, sem sagt! Nú í vikunni tilkynnti Byggðastofnun um að veita ætti Mýrdalshreppi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar fyrir þetta enskumælandi ráð. Samfélagsviðurkenningunni, Landstólpanum, er lýst svona: „Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Landstólpinn er viðurkenning hugsuð sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.“ Í umfjöllun um verðlaunin er Tomasz Chochołowicz, formaður enskumælandi ráðsins í Mýrdalshreppi, tekinn tali: „Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Hér birtist okkur sú sýn að eina leið íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif, eða í það minnsta áhrifamesta leið þeirra til að gera það, sé að stjórnsýslan færist yfir á ensku. Eins og það sé varla hægt að ætlast til þess úr þessu að umræddir íbúar læri íslensku og hafi áhrif eftir þeirri leið. Í tilkynningu Byggðastofnunar er orðræðan á þá leið að enska stjórnsýslan sé „mikilvægt jafnréttismál“, enda hafi ekki allir „sömu tækifærin“ til að læra íslensku heldur sé þarna (fyrst!) loksins „kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar.“ Ef þessi sjónarmið eru tekin alla leið að sínum lógíska endapunkti getur hin eina sanna Inngilding™ ekki orðið fyrr en við tökum upp ensku sem opinbert mál á öllum stigum, enda verður alltaf einhver sem ekki skilur íslensku. Menn munu varla treysta sér til að setja sig upp á móti svo „mikilvægu jafnréttismáli“ þegar þar að kemur. Það er kostulegt út af fyrir sig að Byggðastofnun skuli veita sveitarfélögum hvatningarverðlaun fyrir að minnka hlut íslenskrar tungu í opinberri stjórnsýslu. En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku. Höfundur er ritstjóri á https://www.ritstjori.is/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Íslensk tunga Stjórnsýsla Snorri Másson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu er í Mýrdalshreppi og hlaut það samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Meira en 60% íbúa í Mýrdalshreppi hafa erlent ríkisfang og þeim hefur fjölgað stöðugt. Fyrir tveimur árum ákvað sveitarstjórnin þar að koma á laggirnar enskumælandi pólitísku ráði til þess að vera ráðgefandi um ýmis málefni sveitarfélagsins. Þar má segja að ákveðin stífla hafi brostið gagnvart íslenskri tungu, sem hefur hingað til verið eina opinbera málið í landinu – nú fer stjórnsýsla í landinu fram á íslensku og ensku; því verður ekki lýst öðruvísi. Sporin hræða… Svona atburður ætti að vekja alla til alvarlegrar umhugsunar um þróunina, enda byrjar þetta smátt en getur hratt undið upp á sig. Loks getur komið að því að það mun þykja sjálfsögð „sanngirni“ að halda til dæmis þingfundi á ensku. Mörgum finnst þetta þó ekki tiltökumál. Þegar Mýrdalshreppur innleiddi ensku stjórnsýsluna á sínum tíma árið 2022 skrifaði Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar: „Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða?“ Meira svona, sem sagt! Nú í vikunni tilkynnti Byggðastofnun um að veita ætti Mýrdalshreppi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar fyrir þetta enskumælandi ráð. Samfélagsviðurkenningunni, Landstólpanum, er lýst svona: „Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Landstólpinn er viðurkenning hugsuð sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.“ Í umfjöllun um verðlaunin er Tomasz Chochołowicz, formaður enskumælandi ráðsins í Mýrdalshreppi, tekinn tali: „Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Hér birtist okkur sú sýn að eina leið íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif, eða í það minnsta áhrifamesta leið þeirra til að gera það, sé að stjórnsýslan færist yfir á ensku. Eins og það sé varla hægt að ætlast til þess úr þessu að umræddir íbúar læri íslensku og hafi áhrif eftir þeirri leið. Í tilkynningu Byggðastofnunar er orðræðan á þá leið að enska stjórnsýslan sé „mikilvægt jafnréttismál“, enda hafi ekki allir „sömu tækifærin“ til að læra íslensku heldur sé þarna (fyrst!) loksins „kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar.“ Ef þessi sjónarmið eru tekin alla leið að sínum lógíska endapunkti getur hin eina sanna Inngilding™ ekki orðið fyrr en við tökum upp ensku sem opinbert mál á öllum stigum, enda verður alltaf einhver sem ekki skilur íslensku. Menn munu varla treysta sér til að setja sig upp á móti svo „mikilvægu jafnréttismáli“ þegar þar að kemur. Það er kostulegt út af fyrir sig að Byggðastofnun skuli veita sveitarfélögum hvatningarverðlaun fyrir að minnka hlut íslenskrar tungu í opinberri stjórnsýslu. En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku. Höfundur er ritstjóri á https://www.ritstjori.is/.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar