Ísland lenti í síðasta sæti í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2024 00:16 Hera Björk sló ekki í gegn hjá Evrópubúum þetta árið. Alma Bengtsson/EBU Framlag Íslands til Eurovision 2024 lenti í síðasta sæti keppninnar. Atriðið fékk þrjú stig á undankvöldi keppninnar, minnst allra þjóða. Í ár sendi Ísland Heru Björk í Eurovision, en hún hafði einnig tekið þátt árið 2010 með laginu Je Ne Sais Quoi. Þá komst hún áfram á úrslitakvöldið og hafnaði í 19. sæti keppninnar með 41 stig. Lag hennar í ár, Scared of Heights, féll ekki í kramið hjá Evrópu og komst ekki áfram úr fyrra undankvöldi keppninnar. Fimmtán þjóðir kepptust þá um að komast áfram en fimm sátu eftir með sárt ennið. Í kvöld, eftir að úrslitakvöldinu lauk þar sem hinn svissneski Nemo vann með laginu The Code, voru niðurstöður undankvöldanna birtar. Þar kemur fram að Hera hafi einungis fengið þrjú stig, minnst allra í keppninni. Niðurstaðan úr fyrra undanúrslitakvöldinu. Athygli vekur að sigurframlag Sviss lenti í fjórða sæti á sínu undankvöldi með 132 stig. Á undan voru Ísraelar með 194 stig sem enduðu svo í fimmta sæti á úrslitakvöldinu, Hollendingar með 182 stig sem voru dæmdir úr leik og Armenar með 137 stig sem enduðu í áttunda sæti á úrslitakvöldinu. Rétt fyrir ofan Heru var framlag Aserbadsíjan, sem keppti á sama undankvöldi, með ellefu stig. Þar næst koma fjögur atriði sem kepptu á seinna undankvöldi keppninnar, Malta, Albanía, San Marínó og Belgía með þrettán, fjórtán, sextán og átján stig á haus. Þetta er í fjórða sinn sem framlag Íslands endar í síðasta sæti keppninnar. Það gerðist einnig árin 1989 þegar Daníel Ágúst flutti lagið Það sem enginn sér, árið 2001 þegar Two Tricky fluttu lagið Angel og árið 2018 þegar Ari Ólafsson söng lagið Our Choice. Ekki er búið að tilkynna frá hvaða þjóðum stigin þrjú sem Hera fékk komu. Eurovision Svíþjóð Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15 Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Í ár sendi Ísland Heru Björk í Eurovision, en hún hafði einnig tekið þátt árið 2010 með laginu Je Ne Sais Quoi. Þá komst hún áfram á úrslitakvöldið og hafnaði í 19. sæti keppninnar með 41 stig. Lag hennar í ár, Scared of Heights, féll ekki í kramið hjá Evrópu og komst ekki áfram úr fyrra undankvöldi keppninnar. Fimmtán þjóðir kepptust þá um að komast áfram en fimm sátu eftir með sárt ennið. Í kvöld, eftir að úrslitakvöldinu lauk þar sem hinn svissneski Nemo vann með laginu The Code, voru niðurstöður undankvöldanna birtar. Þar kemur fram að Hera hafi einungis fengið þrjú stig, minnst allra í keppninni. Niðurstaðan úr fyrra undanúrslitakvöldinu. Athygli vekur að sigurframlag Sviss lenti í fjórða sæti á sínu undankvöldi með 132 stig. Á undan voru Ísraelar með 194 stig sem enduðu svo í fimmta sæti á úrslitakvöldinu, Hollendingar með 182 stig sem voru dæmdir úr leik og Armenar með 137 stig sem enduðu í áttunda sæti á úrslitakvöldinu. Rétt fyrir ofan Heru var framlag Aserbadsíjan, sem keppti á sama undankvöldi, með ellefu stig. Þar næst koma fjögur atriði sem kepptu á seinna undankvöldi keppninnar, Malta, Albanía, San Marínó og Belgía með þrettán, fjórtán, sextán og átján stig á haus. Þetta er í fjórða sinn sem framlag Íslands endar í síðasta sæti keppninnar. Það gerðist einnig árin 1989 þegar Daníel Ágúst flutti lagið Það sem enginn sér, árið 2001 þegar Two Tricky fluttu lagið Angel og árið 2018 þegar Ari Ólafsson söng lagið Our Choice. Ekki er búið að tilkynna frá hvaða þjóðum stigin þrjú sem Hera fékk komu.
Eurovision Svíþjóð Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15 Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15
Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40
Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41